Gifti sig í miðri sveitakeppni í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2012 07:00 Alfreð Brynjar Kristinsson. Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka. „Ég þarf að fara úr þessum blautu fötum og drífa mig í giftingarfötin. Þetta er bara gaman," sagði Alfreð kátur í viðtali við Kylfing.is eftir sigurinn á Páli Theodórssyni í GKj í gærmorgun en keppni í 1. deildinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð dreif sig í bæinn eftir leikinn og gekk að eiga Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur í Laugarneskirkju. „Kristinn faðir Alfreðs var með honum á pokanum í rigningunni í gær og brosti líka yfir fjörinu hjá syninum. Hann gerði létt grín og sagðist halda að morgungjöf til eiginkonu Alfreðs væri að mæta með honum í Leiruna í fyrramálið og hjálpa honum í mótinu," segir ennfremur í fréttinni inn á kylfingur.is. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka. „Ég þarf að fara úr þessum blautu fötum og drífa mig í giftingarfötin. Þetta er bara gaman," sagði Alfreð kátur í viðtali við Kylfing.is eftir sigurinn á Páli Theodórssyni í GKj í gærmorgun en keppni í 1. deildinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð dreif sig í bæinn eftir leikinn og gekk að eiga Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur í Laugarneskirkju. „Kristinn faðir Alfreðs var með honum á pokanum í rigningunni í gær og brosti líka yfir fjörinu hjá syninum. Hann gerði létt grín og sagðist halda að morgungjöf til eiginkonu Alfreðs væri að mæta með honum í Leiruna í fyrramálið og hjálpa honum í mótinu," segir ennfremur í fréttinni inn á kylfingur.is.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira