Tilraunir í textíl 10. ágúst 2012 22:00 Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fatahönnuður. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er fatahönnuður á framabraut og nýtir sumarmánuðina í rannsóknarvinnu á endurvinnslu textíls og umhverfisvænum framleiðsluaðferðum. Í sumar fékk hún styrk til að gera rannsóknir á endurvinnslu textíls og endurskapa efni með umhverfisvænum aðferðum. Verkefnið er í fullum gangi og Tanja hefur nýlokið við að setja saman texta um skaðsemi hefðbundinnar textílframleiðslu og sjálfbæra tísku.Vill dreifa boðskapnum "Stefnan er að koma upplýsingunum á framfæri á heimasíðu fljótlega. Mig langar til þess að vekja fólk til umhugsunar í fatakaupum. Það er svo auðvelt að fara í H&M og hrúga í körfuna hugsunarlaust og nota svo fötin kannski bara einu sinni. Ég vona að ég geti fengið fólk til að hugsa um hvaðan fötin koma, hvaða efni eru notuð og hvar þau eru framleidd, því það skiptir máli," segir Tanja og bætir brosandi við: "Ég er samt ekkert að predika yfir fólki að hætta að kaupa föt heldur bara að vera meðvitað á meðan."Gerir tilraunir Næsta skref í verkefninu er tilraunastarfsemi. "Ég er að byrja á verklega hlutanum og vinn þá aðallega út frá textíl. Mig langar að gera tilraunir með jurtalitun, safna gömlum efnum og gera tilraunir. Útkoman verður vonandi fatalína sem ég myndi þá selja. Hluta af söluhagnaðinum hafði ég hugsað mér að gefa í gott málefni." Niðurstöður verkefnisins segist Tanja þó ekki ætla að selja. "Upphaflega hugmyndin var að þróa nýjar, umhverfisvænar aðferðir úr öðrum þekktum eins og til dæmis jurtalitun. Höfundarrétturinn skiptir mig þó engu máli heldur vil ég frekar vera öðrum hönnuðum innblástur og gefa þeim hugmyndir til að nýta og þróa áfram."Framtíðardraumar Framtíðin er spennandi hjá þessum unga hönnuði, en Tanja stefnir á frekara nám í textíl áður en hún heldur út í heim: "Mig langar til þess að sérhæfa mig í textíl og ætla þess vegna í textíldeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík í haust. Eftir það langar mig til útlanda, annaðhvort í starfsnám eða mastersnám," segir Tanja og horfir þá helst til Belgíu og Hollands. Segja má að rannsóknarverkefni sumarsins sé byrjunin á framtíðardraumnum, sem lýtur að frekari tilraunum: "Í framtíðinni langar mig að vinna með fólki sem hefur svipaðar hugmyndir og ég. Ég væri til í að vinna við að þróa umhverfisvænar aðferðir til að framleiða föt og textíl," segir Tanja og bætir við: "Mig langar einfaldlega að hafa frelsi til að gera tilraunir. Ég vil að tilraunastarfsemi verði alltaf hluti af hönnun minni." Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er fatahönnuður á framabraut og nýtir sumarmánuðina í rannsóknarvinnu á endurvinnslu textíls og umhverfisvænum framleiðsluaðferðum. Í sumar fékk hún styrk til að gera rannsóknir á endurvinnslu textíls og endurskapa efni með umhverfisvænum aðferðum. Verkefnið er í fullum gangi og Tanja hefur nýlokið við að setja saman texta um skaðsemi hefðbundinnar textílframleiðslu og sjálfbæra tísku.Vill dreifa boðskapnum "Stefnan er að koma upplýsingunum á framfæri á heimasíðu fljótlega. Mig langar til þess að vekja fólk til umhugsunar í fatakaupum. Það er svo auðvelt að fara í H&M og hrúga í körfuna hugsunarlaust og nota svo fötin kannski bara einu sinni. Ég vona að ég geti fengið fólk til að hugsa um hvaðan fötin koma, hvaða efni eru notuð og hvar þau eru framleidd, því það skiptir máli," segir Tanja og bætir brosandi við: "Ég er samt ekkert að predika yfir fólki að hætta að kaupa föt heldur bara að vera meðvitað á meðan."Gerir tilraunir Næsta skref í verkefninu er tilraunastarfsemi. "Ég er að byrja á verklega hlutanum og vinn þá aðallega út frá textíl. Mig langar að gera tilraunir með jurtalitun, safna gömlum efnum og gera tilraunir. Útkoman verður vonandi fatalína sem ég myndi þá selja. Hluta af söluhagnaðinum hafði ég hugsað mér að gefa í gott málefni." Niðurstöður verkefnisins segist Tanja þó ekki ætla að selja. "Upphaflega hugmyndin var að þróa nýjar, umhverfisvænar aðferðir úr öðrum þekktum eins og til dæmis jurtalitun. Höfundarrétturinn skiptir mig þó engu máli heldur vil ég frekar vera öðrum hönnuðum innblástur og gefa þeim hugmyndir til að nýta og þróa áfram."Framtíðardraumar Framtíðin er spennandi hjá þessum unga hönnuði, en Tanja stefnir á frekara nám í textíl áður en hún heldur út í heim: "Mig langar til þess að sérhæfa mig í textíl og ætla þess vegna í textíldeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík í haust. Eftir það langar mig til útlanda, annaðhvort í starfsnám eða mastersnám," segir Tanja og horfir þá helst til Belgíu og Hollands. Segja má að rannsóknarverkefni sumarsins sé byrjunin á framtíðardraumnum, sem lýtur að frekari tilraunum: "Í framtíðinni langar mig að vinna með fólki sem hefur svipaðar hugmyndir og ég. Ég væri til í að vinna við að þróa umhverfisvænar aðferðir til að framleiða föt og textíl," segir Tanja og bætir við: "Mig langar einfaldlega að hafa frelsi til að gera tilraunir. Ég vil að tilraunastarfsemi verði alltaf hluti af hönnun minni."
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira