Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði 26. ágúst 2012 12:30 Mikil náttúrufegurð umvefur veiðimenn í Hvalvatnsfirði. Mynd / svak.is Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Fram kemur á svak.is að sjóbleikjuveiðin í Fjarðará hafi verið jöfn og þétt í allt sumar. "Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði," segir á svak.is. Þess má geta að á svak.is má bæði sjá veiðibókina fyrir Fjarðará og laus veiðileyfi það sem eftir lifir tímabilsins. Af veiðibókinni má lesa að 22. ágúst höfðu 297 bleikjur og tveir sjóbirtingar verið dregnir á land. Nokkrir fiskar ná fjórum pundum en mest virðist um eins til tveggja punda bleikjur. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Fram kemur á svak.is að sjóbleikjuveiðin í Fjarðará hafi verið jöfn og þétt í allt sumar. "Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði," segir á svak.is. Þess má geta að á svak.is má bæði sjá veiðibókina fyrir Fjarðará og laus veiðileyfi það sem eftir lifir tímabilsins. Af veiðibókinni má lesa að 22. ágúst höfðu 297 bleikjur og tveir sjóbirtingar verið dregnir á land. Nokkrir fiskar ná fjórum pundum en mest virðist um eins til tveggja punda bleikjur.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði