Meðfylgjandi myndir voru teknar í upptökuverinu Stúdíó Sýrland í gær þar sem úrvalshópur söngvara tók upp glænýja útgáfu af lagi Ellýjar Vilhjálms Vegir liggja til allra átta. Tilefnið er minningartónleikar um Ellý, þar sem ferill hennar verður rifjaður upp á ógleymanlegan hátt, sem haldnir verða í Höllinni 13. október næstkomandi.
Sjá meira um tónleikana hér.
Sjá má Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Eivöru Pálsdóttur, Ragnhildi Gísladóttur og Samúel J. Samúelsson sem stjórnaði upptökunni í myndasafni.
Lag Ellýjar Vilhjálms endurútgefið
