Ógleymanlegur dagur í íslenskri náttúru fyrir alls konar hópa 23. ágúst 2012 13:11 Í Adrenalíngarðinum á Nesjavöllum er stór þrautabraut þar sem finna má ólíkar þrautir í mismunandi hæð. Adrenalíngarðurinn er á Nesjavöllum, aðeins um 35 kílómetra frá höfuðborginni. Þangað er tilvalið fyrir hópa að koma og gera sér dagamun. "Adrenalíngarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir til dæmis starfsmannahópa til að hrista fólk saman," segir Óskar Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Adrenalín. Dagsstund í Adrenalíngarðinum er alvöru útivist, þar sem hópar eiga ógleymanlega samveru í fallegri náttúru. Í garðinum fær fólk tækifæri til að takast á við áskoranir, gleðjast saman og hvetja hvert annað. Þannig myndast ljúf og uppbyggileg stemning sem erfitt er að líkja eftir. Í Adrenalíngarðinum ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar er mjög stór þrautabraut þar sem hægt er að finna ólíkar þrautir í mismunandi hæð. "Þegar hópar koma til okkar bjóðum við einnig upp á alls konar leiki og þrautir sem fólk þarf að takast á við. Í þeim þarf fólk bæði að vinna sem einstaklingar og saman sem ein heild og oft skapast mjög góð stemning. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar. Við ýtum engum út í eitthvað sem hann vill ekki gera en það er oft þannig að hér getur fólk gert meira en það heldur að það geti í upphafi. Hér skapast traust á milli fólks þegar það fer út fyrir sinn þægindaramma og þá hjálpa félagarnir hverjir öðrum. Fólk fær hér tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni." Flestir hópar koma í Adrenalín garðinn beinlínis til að skemmta sér og hrista starfsfólkið saman en sumir vilja leggja áherslu á ákveðin gildi. "Ef fólk kýs að vinna með einhver ákveðin hugtök eða þemu getum við útfært það á ýmsan hátt og blandað því við þrautirnar. Hér vinnum við mikið með gleði, traust og samskipti og Adrenalíngarðurinn ýtir sjálfkrafa undir þetta. Fólk kemur hingað með smá hnút í maga en fer með bros á vör," segir Óskar. Starfsfólk Adrenalíngarðsins býður einnig upp á ýmiss konar ratleiki. Meðal þeirra er Þingvallagátan. "Leikurinn berst um svæðið umhverfis þingstaðinn og lausn gátunnar krefst þess að hópurinn vinni vel saman. Til að finna lausn þessarar gátu þarf að leysa þrautir sem allar reyna á hæfileika og samstillingu hópsins. Margir hópar fara bæði í þessa gátu og í Adrenalíngarðinn. Við bjóðum einnig uppá að skipuleggja mat og gistingu fyrir hópa og getum séð um heilsdagsskemmtun frá A til Ö." Adrenalíngarðurinn er fyrir alla, fjölskyldur og einstaklingar geta komið jafnt sem hópar. Hann er opinn alla daga á sumrin og þá eru starfsmenn á staðnum. Yfir vetrartímann þarf að bóka komu með fyrirvara, annars eru ekki starfsmenn á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á adrenalin.is. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Adrenalíngarðurinn er á Nesjavöllum, aðeins um 35 kílómetra frá höfuðborginni. Þangað er tilvalið fyrir hópa að koma og gera sér dagamun. "Adrenalíngarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir til dæmis starfsmannahópa til að hrista fólk saman," segir Óskar Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Adrenalín. Dagsstund í Adrenalíngarðinum er alvöru útivist, þar sem hópar eiga ógleymanlega samveru í fallegri náttúru. Í garðinum fær fólk tækifæri til að takast á við áskoranir, gleðjast saman og hvetja hvert annað. Þannig myndast ljúf og uppbyggileg stemning sem erfitt er að líkja eftir. Í Adrenalíngarðinum ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar er mjög stór þrautabraut þar sem hægt er að finna ólíkar þrautir í mismunandi hæð. "Þegar hópar koma til okkar bjóðum við einnig upp á alls konar leiki og þrautir sem fólk þarf að takast á við. Í þeim þarf fólk bæði að vinna sem einstaklingar og saman sem ein heild og oft skapast mjög góð stemning. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar. Við ýtum engum út í eitthvað sem hann vill ekki gera en það er oft þannig að hér getur fólk gert meira en það heldur að það geti í upphafi. Hér skapast traust á milli fólks þegar það fer út fyrir sinn þægindaramma og þá hjálpa félagarnir hverjir öðrum. Fólk fær hér tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni." Flestir hópar koma í Adrenalín garðinn beinlínis til að skemmta sér og hrista starfsfólkið saman en sumir vilja leggja áherslu á ákveðin gildi. "Ef fólk kýs að vinna með einhver ákveðin hugtök eða þemu getum við útfært það á ýmsan hátt og blandað því við þrautirnar. Hér vinnum við mikið með gleði, traust og samskipti og Adrenalíngarðurinn ýtir sjálfkrafa undir þetta. Fólk kemur hingað með smá hnút í maga en fer með bros á vör," segir Óskar. Starfsfólk Adrenalíngarðsins býður einnig upp á ýmiss konar ratleiki. Meðal þeirra er Þingvallagátan. "Leikurinn berst um svæðið umhverfis þingstaðinn og lausn gátunnar krefst þess að hópurinn vinni vel saman. Til að finna lausn þessarar gátu þarf að leysa þrautir sem allar reyna á hæfileika og samstillingu hópsins. Margir hópar fara bæði í þessa gátu og í Adrenalíngarðinn. Við bjóðum einnig uppá að skipuleggja mat og gistingu fyrir hópa og getum séð um heilsdagsskemmtun frá A til Ö." Adrenalíngarðurinn er fyrir alla, fjölskyldur og einstaklingar geta komið jafnt sem hópar. Hann er opinn alla daga á sumrin og þá eru starfsmenn á staðnum. Yfir vetrartímann þarf að bóka komu með fyrirvara, annars eru ekki starfsmenn á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á adrenalin.is.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira