Sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningu sem nota fullkominn greiningarbúnað 30. ágúst 2012 12:59 Hjá Atlas starfa sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningum og fagfólk sem sér um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. mynd/stefán Atlas göngugreining er staðsett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. "Við erum hluti af afreksmiðstöð ÍSÍ þannig að margir afreksíþróttamenn og hlauparar koma í greiningu til okkar. Við höfum afskaplega reynslumikið starfsfólk í göngugreiningu og að auki erum við sérfræðingar í skóm. Ég get fullyrt að það er enginn á landinu með jafnmikla sérfræðiþekkingu á skóm og við. Við erum með svokallaðan Running Expert-stimpil frá Asics," segir Lýður B. Skarphéðinsson, íþróttafræðingur og sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningu hjá Atlas. Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni frá baki, mjöðmum, nára, hnjám, framanverðum leggjum, ökklum og hælum. Einnig fyrir þá sem fá sinadrátt eða eymsli í kálfa, iljar eða tær, aflaganir á fæti svo sem aukabein og óeðlilegan vöxt beina. "Í stuttu máli sagt er greining fyrir alla þá sem eru með verki í líkamanum. Þegar fólk er til dæmis að byrja að hreyfa sig og fær einhvers konar verki í stoðkerfið er um að gera að koma. Við finnum oft einfalda lausn á vandamáli sem getur orðið stórt ef ekkert er að gert. Ef eitthvað kemur í ljós sem við ráðum ekki við að laga höfum við mjög öflugt net ýmissa sérfræðinga, svo sem bæklunarlækna, sjúkraþjálfara og annarra, sem við vísum fólki til." Atlas sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og býður sanngjarnt verð. Hjá Atlas sér fagfólk um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. "Við erum með mesta úrval landsins af Asics-skóm og Ecco-hlaupaskóm. Við erum líka með létta gönguskó og sandala frá Teva. Allir skór sem við seljum eru sérvaldir inn í búðina af sérfræðingum fyrirtækisins. Við gefum engan afslátt af gæðum." Atlas er á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningu, kynningar og sölu á tengdum vörum. "Við höfum haldið þessari þjónustu í fimmtán ár. Við förum á 35 staði víða um land. Við reynum að fara tvisvar á ári á hvern stað og förum þrisvar til fjórum sinnum á stærstu staðina," segir Lýður. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Atlas göngugreining er staðsett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. "Við erum hluti af afreksmiðstöð ÍSÍ þannig að margir afreksíþróttamenn og hlauparar koma í greiningu til okkar. Við höfum afskaplega reynslumikið starfsfólk í göngugreiningu og að auki erum við sérfræðingar í skóm. Ég get fullyrt að það er enginn á landinu með jafnmikla sérfræðiþekkingu á skóm og við. Við erum með svokallaðan Running Expert-stimpil frá Asics," segir Lýður B. Skarphéðinsson, íþróttafræðingur og sérfræðingur í göngu- og hlaupagreiningu hjá Atlas. Göngu- og hlaupagreining er fyrir alla sem eru með einkenni frá baki, mjöðmum, nára, hnjám, framanverðum leggjum, ökklum og hælum. Einnig fyrir þá sem fá sinadrátt eða eymsli í kálfa, iljar eða tær, aflaganir á fæti svo sem aukabein og óeðlilegan vöxt beina. "Í stuttu máli sagt er greining fyrir alla þá sem eru með verki í líkamanum. Þegar fólk er til dæmis að byrja að hreyfa sig og fær einhvers konar verki í stoðkerfið er um að gera að koma. Við finnum oft einfalda lausn á vandamáli sem getur orðið stórt ef ekkert er að gert. Ef eitthvað kemur í ljós sem við ráðum ekki við að laga höfum við mjög öflugt net ýmissa sérfræðinga, svo sem bæklunarlækna, sjúkraþjálfara og annarra, sem við vísum fólki til." Atlas sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og býður sanngjarnt verð. Hjá Atlas sér fagfólk um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. "Við erum með mesta úrval landsins af Asics-skóm og Ecco-hlaupaskóm. Við erum líka með létta gönguskó og sandala frá Teva. Allir skór sem við seljum eru sérvaldir inn í búðina af sérfræðingum fyrirtækisins. Við gefum engan afslátt af gæðum." Atlas er á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningu, kynningar og sölu á tengdum vörum. "Við höfum haldið þessari þjónustu í fimmtán ár. Við förum á 35 staði víða um land. Við reynum að fara tvisvar á ári á hvern stað og förum þrisvar til fjórum sinnum á stærstu staðina," segir Lýður.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira