Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Traust Hafliðason skrifar 9. september 2012 14:20 Veiðimaður kastar flugu á veiðistað númer 5 í Affallinu. Mynd / Trausti Hafliðason Veiði í Affallinu í Landaeyjum hefur verið mjög góð í sumar. Hollið sem lauk veiði í hádeginu í gær veiddi 11 fiska þar af einn 85 sentímetra lax. Hollið þar á undan veiddi 14 laxa. Á miðvikudagskvöldið höfðu alls 373 laxar veiðst í Affallinu. Eftir fína veiði síðustu daga er ljóst að Affallið er að detta í 400 laxa sem er prýðileg veiði. Allt stefnir í að hún verði betri en í fyrra en þá var heildarveiðin 476 laxar. Hollið sem lauk veiði í hádeginu í gær veiddi 10 laxa og einn sjóbirting. Níu af þessum fiskum tóku flugu en tveir maðk.Laxarnir voru flestir um 60 sentímetra langir en þó veiddist einn sem mældist 85 sentímetrar. Það var vel haldinn hængur og eftir því sem Veiðivísir kemst næst, stærsti lax sumarsins í Affallinu. Laxarnir veiddust allir á merktum veiðistöðum en á ómerktum stað veiddist 65 sentímetra sjóbirtingur. Hann veiddist tiltölulega ofarlega í ánni, eða um 50 metrum fyrir ofan veiðistað númer 23. Sjóbirtingurinn, var líkt og stórlaxinn, mjög vænn og vel haldinn.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði
Veiði í Affallinu í Landaeyjum hefur verið mjög góð í sumar. Hollið sem lauk veiði í hádeginu í gær veiddi 11 fiska þar af einn 85 sentímetra lax. Hollið þar á undan veiddi 14 laxa. Á miðvikudagskvöldið höfðu alls 373 laxar veiðst í Affallinu. Eftir fína veiði síðustu daga er ljóst að Affallið er að detta í 400 laxa sem er prýðileg veiði. Allt stefnir í að hún verði betri en í fyrra en þá var heildarveiðin 476 laxar. Hollið sem lauk veiði í hádeginu í gær veiddi 10 laxa og einn sjóbirting. Níu af þessum fiskum tóku flugu en tveir maðk.Laxarnir voru flestir um 60 sentímetra langir en þó veiddist einn sem mældist 85 sentímetrar. Það var vel haldinn hængur og eftir því sem Veiðivísir kemst næst, stærsti lax sumarsins í Affallinu. Laxarnir veiddust allir á merktum veiðistöðum en á ómerktum stað veiddist 65 sentímetra sjóbirtingur. Hann veiddist tiltölulega ofarlega í ánni, eða um 50 metrum fyrir ofan veiðistað númer 23. Sjóbirtingurinn, var líkt og stórlaxinn, mjög vænn og vel haldinn.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði