Viðskipti erlent

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum fóru undir 6%

Vextir á ríkisskuldabréfum Spánar og Ítalíu hafa lækkað töluvert í morgun í kjölfar yfirlýsingar Mario Draghi bankastjóra Evrópska seðlabankans í gærdag um ótakmörkuð kaup bankans á skuldabréfum þessara þjóða, það er bréfum til skamms tíma.

Vextir á spænskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru undir 6% í morgun en það hafa þeir ekki gert síðan í maí s.l. Standa vextirnir nú í rétt rúmum 5,8%. Vextir á samsvarandi ítölskum skuldabréfum eru komnir niður í rúm 5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×