Viðskipti erlent

Persónuupplýsingum viðskiptavina Apple lekið

Mountain Lion er nýjasta uppfærsla Mac OS X stýrikerfisins.
Mountain Lion er nýjasta uppfærsla Mac OS X stýrikerfisins. mynd/Apple
Hópur tölvuþrjóta, sem gengur undir nafninu AntiSec, hefur birt persónuupplýsingar rúmlega milljón viðskiptavina Apple.

Einstaklingarnir eru allir skráðir í gegnum Apple ID en sú skráning veitir aðgang að öllum helstu þjónustuliðum fyrirtækisins.

Í gögnunum má meðal annars finna notendanöfn, skráningarnúmer raftækja, símanúmer og heimilisföng.

Tölvuþrjótarnir hafa gefið til kynna að þeir hafi komist yfir persónuupplýsingar tólf milljón einstaklinga en þeim hefur þó ekki verið lekið.

Talið er að þrjótarnir hafi nálgast upplýsingarnar í gegnum tölvu bandarísku alríkislögreglunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×