Sturla skrifaði Njálu - það er nánast óhrekjandi 4. september 2012 16:00 Umfjöllunarefni lokabindis þrílógíu Einars Kárasonar um þrettándu öldina er ekki styrjöld og hörmungar sturlungaaldar heldur skáldskapurinn og höfundur Njálu. fréttablaðið/vilhem Leitinni að höfundi Njálu er lokið að sögn Einars Kárasonar rithöfundar. Hann segir nánast hafið yfir vafa að Sturla Þórðarson, aðalpersónan í Skáldi, lokabindi þrílógíu hans um Sturlungaöld, hafi varið síðustu æviárunum í skriftir á þessari frægustu bók Íslandssögunnar. "Þetta er þriðja bók mín um þrettándu öldina og kannski aðalbókin, því að þessu sinni er umfjöllunarefnið ekki borgarastríðið og hörmungarnar sem því fylgdu heldur skáldskapurinn, en eins og við vitum voru á þeirri öld samin ótrúleg snilldarverk á Íslandi," segir Einar Kárason rithöfundur um lokabindi þrílógíunnar um Sturlungaöldina sem væntanlegt er á markað eftir rúman mánuð. Bókin heitir Skáld og aðalpersónan er Sturla Þórðarson, rithöfundur með meiru, sem Einar segir nánast óhrekjandi sannanir fyrir að hafi verið höfundur Njálu. "Ég var að skrifa grein sem birtist í Skírni og þeir sem hana hafa lesið segja mér að það sé nánast orðið hafið yfir vafa að Sturla hafi skrifað Njálssögu. Sturla skrifaði, eins og við vitum, Íslendingasögu og þegar að er gáð virðist Njálssaga byggja á henni að miklu leyti, vera nokkurs konar bókmenntaleg aðlögun af þeirri bók. Báðar bækurnar skiptast í nákvæmlega sams konar efnisparta. Fyrsti hluti beggja bókanna fjallar um uppgang íslensks höfðingja sem ber af öðrum mönnum fyrir fríðleik og líkamlegt atgervi, en gerir sig síðan sekan um ofdirfsku og hlýðir ekki ráðum sér vitrari manna. Sankar að sér of mörgum voldugum óvinum sem koma sér saman um að fella hann. Þar á ég auðvitað við þá Sturlu Sighvatsson og Gunnar á Hlíðarenda. Annar hluti beggja bókanna fjallar um að upp er komin hættuleg staða, þegar undangengin víg kalla á blóðhefndir, en það er gerð tilraun til sátta án blóðsúthellinga. Í báðum bókunum virðist það ætla að takast en þá kemur kona og ragmanar lykilmann til að ganga á gerðar sættir og hefna með blóði og eldi, sem verður niðurstaðan. Það farast jafnmargir í báðum eldsvoðunum, ætlunin er að drepa fjóra menn í bæði skiptin en einn af þeim sleppur. Lokakaflinn í báðum bókunum er síðan hefndarkafli þar sem sá sem sleppur úr eldinum leitar hefnda. Það er líka mjög merkilegt að allar tölur passa saman, til dæmis eru í báðum tilfellum farnir tveir hefndarleiðangrar, átta menn falla í þeim fyrri og fimm í þeim seinni, og svona mætti lengi telja." Læturðu skáldið þá sitja við að skrifa Njálu í nýju bókinni? "Ég tel að það hafi hann gert á sínum síðustu árum, já. Hann kom heim með mikla tignarstöðu sem lögmaður yfir öllu landinu, en í ferðinni hafði hann skrifað Magnúsarsögu lagabætis og konungur launað honum svo vel fyrir að hann átti allt í einu fullt af peningum. Þannig að í stað þess að vera áfram í ati samtímans ákveður hann að flýja landið og flytur í Fagurey á Breiðafirði. Þar var hann síðustu sex árin í friði við að skrifa. Þessi ár eru 1278 til 1284 og nokkurn veginn allir fræðimenn sem reynt hafa að tímasetja ritunartíma Njálu hafa staðnæmst við ártalið 1280." fridrikab@frettabladid.is Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Leitinni að höfundi Njálu er lokið að sögn Einars Kárasonar rithöfundar. Hann segir nánast hafið yfir vafa að Sturla Þórðarson, aðalpersónan í Skáldi, lokabindi þrílógíu hans um Sturlungaöld, hafi varið síðustu æviárunum í skriftir á þessari frægustu bók Íslandssögunnar. "Þetta er þriðja bók mín um þrettándu öldina og kannski aðalbókin, því að þessu sinni er umfjöllunarefnið ekki borgarastríðið og hörmungarnar sem því fylgdu heldur skáldskapurinn, en eins og við vitum voru á þeirri öld samin ótrúleg snilldarverk á Íslandi," segir Einar Kárason rithöfundur um lokabindi þrílógíunnar um Sturlungaöldina sem væntanlegt er á markað eftir rúman mánuð. Bókin heitir Skáld og aðalpersónan er Sturla Þórðarson, rithöfundur með meiru, sem Einar segir nánast óhrekjandi sannanir fyrir að hafi verið höfundur Njálu. "Ég var að skrifa grein sem birtist í Skírni og þeir sem hana hafa lesið segja mér að það sé nánast orðið hafið yfir vafa að Sturla hafi skrifað Njálssögu. Sturla skrifaði, eins og við vitum, Íslendingasögu og þegar að er gáð virðist Njálssaga byggja á henni að miklu leyti, vera nokkurs konar bókmenntaleg aðlögun af þeirri bók. Báðar bækurnar skiptast í nákvæmlega sams konar efnisparta. Fyrsti hluti beggja bókanna fjallar um uppgang íslensks höfðingja sem ber af öðrum mönnum fyrir fríðleik og líkamlegt atgervi, en gerir sig síðan sekan um ofdirfsku og hlýðir ekki ráðum sér vitrari manna. Sankar að sér of mörgum voldugum óvinum sem koma sér saman um að fella hann. Þar á ég auðvitað við þá Sturlu Sighvatsson og Gunnar á Hlíðarenda. Annar hluti beggja bókanna fjallar um að upp er komin hættuleg staða, þegar undangengin víg kalla á blóðhefndir, en það er gerð tilraun til sátta án blóðsúthellinga. Í báðum bókunum virðist það ætla að takast en þá kemur kona og ragmanar lykilmann til að ganga á gerðar sættir og hefna með blóði og eldi, sem verður niðurstaðan. Það farast jafnmargir í báðum eldsvoðunum, ætlunin er að drepa fjóra menn í bæði skiptin en einn af þeim sleppur. Lokakaflinn í báðum bókunum er síðan hefndarkafli þar sem sá sem sleppur úr eldinum leitar hefnda. Það er líka mjög merkilegt að allar tölur passa saman, til dæmis eru í báðum tilfellum farnir tveir hefndarleiðangrar, átta menn falla í þeim fyrri og fimm í þeim seinni, og svona mætti lengi telja." Læturðu skáldið þá sitja við að skrifa Njálu í nýju bókinni? "Ég tel að það hafi hann gert á sínum síðustu árum, já. Hann kom heim með mikla tignarstöðu sem lögmaður yfir öllu landinu, en í ferðinni hafði hann skrifað Magnúsarsögu lagabætis og konungur launað honum svo vel fyrir að hann átti allt í einu fullt af peningum. Þannig að í stað þess að vera áfram í ati samtímans ákveður hann að flýja landið og flytur í Fagurey á Breiðafirði. Þar var hann síðustu sex árin í friði við að skrifa. Þessi ár eru 1278 til 1284 og nokkurn veginn allir fræðimenn sem reynt hafa að tímasetja ritunartíma Njálu hafa staðnæmst við ártalið 1280." fridrikab@frettabladid.is
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp