Viðskipti erlent

Sala á rafbókum eykst um 188 prósent í Bretlandi

Frá áramótum hefur sala á rafbókum í Bretlandi aukist um 188 prósent miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þá hafa vinsældir barnabóka á rafbókarformi aukist verulegan meðan sala á hefðbundnum bókum hefur dregist saman.

Sem fyrr eru skáldverk vinsælustu rafbækurnar. Eigendur spjaldtölva virðist einnig vera hrifnir af barnabókum sem og fræðiritum en sala á þessum bókaflokkum hefur aukist um 171 og 128 prósent frá því í fyrra.

Séu allir bókaflokkar teknir saman nemur sala á rafbókum það sem af er ári 84 milljónum punda eða það sem nemur tæpum 16.7 milljörðum íslenskra króna. Samtals námu sölutekjur rafbóka í Bretlandi á fyrstu sex mánuðum síðasta árs tæpum sex milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×