Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu eftir bráðabana 13. september 2012 16:05 Ragnar Már Garðarsson náði frábærum árangri á Royal Troon vellinum. GSÍ Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði árið 2010 en þá fór mótið fram á Royal St. George‘s á Englandi. Aðstæður á Royal Troon vellinum voru erfiðar alla þrjá keppnisdagana en Ragnar lék sinn besta hring í dag eða á 72 höggum sem er par vallarins. Hann fékk fugl á 16. og 17. braut sem varð til þess að hann komst í bráðbana um sigurinn. Ragnar Már var á dögunum valinn efnilegasti kylfingur landsins ásamt Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK á lokahófi Golfsambands Íslands. Ragnar varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára Kiðjabergsvelli í júlí og hann varð einnig stigameistari á Arion-bankamótaröð unglinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK tók einnig þátt á mótinu en hún endaði í 27.-30. sæti. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, sigraði í dag á Duke of York mótinu sem fram fór á hinum þekkta Royal Troon vellinum í Skotlandi. Mótið er gríðarlega sterkt alþjóðlegt móti fyrir unga áhugakylfinga og hafði Ragnar betur á þriðju holu í bráðabana gegn þeim Max Orrin frá Englandi og Katja Pogacar frá Slóveníu, en á þessu móti keppa stúlkur og drengir í sameiginlegum flokki. Kylfingur.is greinir frá. Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði árið 2010 en þá fór mótið fram á Royal St. George‘s á Englandi. Aðstæður á Royal Troon vellinum voru erfiðar alla þrjá keppnisdagana en Ragnar lék sinn besta hring í dag eða á 72 höggum sem er par vallarins. Hann fékk fugl á 16. og 17. braut sem varð til þess að hann komst í bráðbana um sigurinn. Ragnar Már var á dögunum valinn efnilegasti kylfingur landsins ásamt Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK á lokahófi Golfsambands Íslands. Ragnar varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára Kiðjabergsvelli í júlí og hann varð einnig stigameistari á Arion-bankamótaröð unglinga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK tók einnig þátt á mótinu en hún endaði í 27.-30. sæti.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira