Viðskipti erlent

Lego-fjölskyldan áfram sú langauðugasta í Danmörku

Lego-fjölskyldan, með Kirk Kristiansen í broddi fylkingar, er áfram langauðugasta fjölskyldan í Danmörku.

Þetta kemur fram í árlegri úttekt Berlinske um auðugustu Danina. Legokubbarnir mala stöðugt gull fyrir eigendur sína en auður fjölskyldunnar er metinn á 55 milljarða danskra króna eða talsvert yfir 1.100 milljarða króna.

Nokkurt bil er síðan niður í annað sætið en það skipar fjölskylda Holch Povlsen sem á fataverlsunarkeðjuna Bestseller. Auður Povlsen fjölskyldunnnar er metinn á 25 milljarða danskra króna og er hún því ekki hálfdrættingur á borð við Lego veldið.

Í þriðja sæti er svo sængurfatakaupmaðurinn Lars Larsen en auður hans er metinn á 18 milljarða danskra kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×