Mikið í húfi hjá Birgi á lokadeginum á Ítalíu 28. september 2012 09:49 Birgir Leifur Hafþórsson. Birgir Leifur Hafþórsson náði sér vel á strik í gær á þriðja og næst síðasta keppnisdegi á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar og er hann í 21. -26. sæti fyrir lokahringinn sem fram fer í dag. Mótið er hluti af 1. stigi úrtökumótsins og má gera ráð fyrir að 27 kylfingar komist áfram af þessu móti sem fram fer á Ítalíu. Birgir er samtals á tveimur höggum undir pari vallar (71-74-69). Birgir fékk sex fugla (-1) á hringnum í gær en þrjá skolla (+1). Fuglarnir komu á 2., 6., 9., 10., 15., og 18. braut. Birgir fór upp um 21 sæti eftir hringinn í gær og lagaði þar með stöðu sína talsvert fyrir lokahringinn. Robin Wingard frá Englandi er efstur á þessu móti á -14. Til þess að öðlast keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi þurfa kylfingarnir að komast í gegnum þrjú úrtökumót. Í næstu viku hefja þeir Ólafur Björn Loftsson og Ólafur Már Sigurðsson keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins en keppnisvöllurinn er á Englandi. Þórður Már Gissurarson og Stefán Már Stefánsson náðu ekki að komast í gegnum 1. stigið á móti sem fram fór nýverið í Þýskalandi. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson náði sér vel á strik í gær á þriðja og næst síðasta keppnisdegi á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar og er hann í 21. -26. sæti fyrir lokahringinn sem fram fer í dag. Mótið er hluti af 1. stigi úrtökumótsins og má gera ráð fyrir að 27 kylfingar komist áfram af þessu móti sem fram fer á Ítalíu. Birgir er samtals á tveimur höggum undir pari vallar (71-74-69). Birgir fékk sex fugla (-1) á hringnum í gær en þrjá skolla (+1). Fuglarnir komu á 2., 6., 9., 10., 15., og 18. braut. Birgir fór upp um 21 sæti eftir hringinn í gær og lagaði þar með stöðu sína talsvert fyrir lokahringinn. Robin Wingard frá Englandi er efstur á þessu móti á -14. Til þess að öðlast keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi þurfa kylfingarnir að komast í gegnum þrjú úrtökumót. Í næstu viku hefja þeir Ólafur Björn Loftsson og Ólafur Már Sigurðsson keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins en keppnisvöllurinn er á Englandi. Þórður Már Gissurarson og Stefán Már Stefánsson náðu ekki að komast í gegnum 1. stigið á móti sem fram fór nýverið í Þýskalandi.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira