Verður Grafarholtsvelli lokað í tvö ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2012 17:00 Frá Grafarholtsvelli. Mynd/Daníel Grafarholtsvöllur er einn allra vinsælasti golfvöllur landsins og það er ekki auðvelt að tryggja sér rástíma á vellinum enda margir kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Svo gæti farið að enginn fái að spila á vellinum í allt að 24 mánuði. Kylfingur segir frá því að ein af tillögum frá Framtíðarnefnd Grafarholts sé að loka vellinum í tvö ár á meðan fara fram endurbætur á vellinum. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur skipaði sérstaka "Framtíðarnefnd" um golfvöllinn í Grafarholti á fundi sínum í September 2010. Nefndin hefur það verkefni að móta til framtíðarstefnu fyrir golfvöllinn í Grafarholti og hvernig sé rétt að nálgast endurbætur á vellinum. Tillaga nefndarinnar er að farið verði í heildaruppbyggingu á vellinum í Grafarholti og hann gerður að nýju að glæsilegasta golfvelli landsins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hæfust á árinu 2016-2018. Tvær grunntillögur hafa verið ræddar í nefndinni að framkvæmd verksins: 1. Endurbyggja golfvöllinn í Grafarholti frá grunni þar sem vellinum yrði lokað á meðan framkvæmdum stæði og allar flatir vallarins endurbyggðar, brautir lagaðar og jafnvel endurlagðar. Verkefnið tæki 12 - 24mánuði og ekki yrði leikið golf vellinum á meðan. 2. Endurbyggja valdar flatir vallarins, sléttabrautir og þess háttar, unnið eftir stefnu nefndarinnar og það unnið á lengri tíma þar sem einn verkþáttur væri unnin á hverju sumri. Það hægt að sjá alla fréttina á Kylfingi með því að smella hér. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Grafarholtsvöllur er einn allra vinsælasti golfvöllur landsins og það er ekki auðvelt að tryggja sér rástíma á vellinum enda margir kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Svo gæti farið að enginn fái að spila á vellinum í allt að 24 mánuði. Kylfingur segir frá því að ein af tillögum frá Framtíðarnefnd Grafarholts sé að loka vellinum í tvö ár á meðan fara fram endurbætur á vellinum. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur skipaði sérstaka "Framtíðarnefnd" um golfvöllinn í Grafarholti á fundi sínum í September 2010. Nefndin hefur það verkefni að móta til framtíðarstefnu fyrir golfvöllinn í Grafarholti og hvernig sé rétt að nálgast endurbætur á vellinum. Tillaga nefndarinnar er að farið verði í heildaruppbyggingu á vellinum í Grafarholti og hann gerður að nýju að glæsilegasta golfvelli landsins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hæfust á árinu 2016-2018. Tvær grunntillögur hafa verið ræddar í nefndinni að framkvæmd verksins: 1. Endurbyggja golfvöllinn í Grafarholti frá grunni þar sem vellinum yrði lokað á meðan framkvæmdum stæði og allar flatir vallarins endurbyggðar, brautir lagaðar og jafnvel endurlagðar. Verkefnið tæki 12 - 24mánuði og ekki yrði leikið golf vellinum á meðan. 2. Endurbyggja valdar flatir vallarins, sléttabrautir og þess háttar, unnið eftir stefnu nefndarinnar og það unnið á lengri tíma þar sem einn verkþáttur væri unnin á hverju sumri. Það hægt að sjá alla fréttina á Kylfingi með því að smella hér.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira