Körfubolti

Chris Paul vildi alltaf frekar fara til Clippers en til Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul varð Ólympíumeistari með Bandaríkjamönnum í London.
Chris Paul varð Ólympíumeistari með Bandaríkjamönnum í London. Mynd/AFP
Chris Paul kann vel við lífið hjá Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og segir í nýju viðtali í GQ að hann hafi alltaf viljað frekar fara þangað en til Los Angeles Lakers.

Lakers var búið að púsla saman leikmannaskiptum fyrir Chris Paul í fyrra en David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar samþykkti þau ekki og Paul fór á endanum til nágrannanna í Clippers.

„Ég vildi frekar fara til Clippers því þeir voru með betri mola auk þess að það væri goðsagnarkennt að vinna með Clippers," sagði Chris Paul í þessu forsíðuviðtali í karlatímaritinu GQ.

Lakers-mennirnir Pau Gasol og Lamar Odom áttu að fara til New Orleans Hornets fyrir Chris Paul í fyrra og Odom endaði síðan á því að fara í fýlu og fara frá Lakers. Odom er nú einn af nýju mönnunum í Clippers.

Bæði Los Angeles liðin hafa safnað liði í sumar þótt koma Dwight Howard og Steve Nash til Lakers hafi stolið flestum fyrirsögnunum. Clippers-liðið hefur á móti fengið menn eins og Odom,Jamal Crawford og Grant Hill. Þau eru því bæði til alls vís í vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×