Golf

Phelps setti niður 50 metra pútt - myndband

Gulldrengurinn Michael Phelps er ekki bara góður í sundi. Hann er líka liðtækur golfari og setti niður algjörlega ótrúlegt pútt á Dunhill Links-mótinu sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.

Púttið var tæpir 50 metrar og nær ógjörningur að setja það niður. Phelps gerði það nú samt. Púttið algjörlega fullkomið og fyrir erni þess utan.

Púttið var svo langt að það boltinn var 17 sekúndur á ferðinni áður en hann fór ofan í holuna.

"Þetta var lengsta pútt sem ég hef sett niður. Það var ótrúlegt að horfa á eftir boltanum og tilfinningin unaðsleg er boltinn fór ofan í," sagði Phelps sem hefur unnið 18 Ólympíugull á ferlinum.

Púttið ótrúlega má sjá á myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×