Ísland er þar sem það er Magnús Halldórsson skrifar 3. október 2012 00:52 Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum tækifærum vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum, einkum á svæðinu frá norðurhluta Rússlands, um Noreg, Færeyjar, Ísland, Grænland, Nýfundnaland og alla leið til Kanada. Þetta er risavaxið svæði, sem samkvæmt opinberum gögnum sem vitnað er til í sérriti The Economist um svæðið, sem kom út 16. júní í sumar, er uppfullt af miklum auðlindum. Þar helst eru það jarðgas, olía, námuvinnsla ýmis konar og síðan miklir möguleikar til framleiðslu á raforku úr því sem kallað er „græn orka" þ.e. úr t.d. vatnsafli, vindmyllum eða jarðhita. Nokkur atriði standa upp úr eftir lestur þessa rits, sem er fjórtán síður.1. Ísland er hvergi nefnt í ritinu sem heitir The Vanishing North, eða hverfandi Norðrið. Það er skírskotun í hraða bráðnun jökla á Norðuslóðum með tilheyrandi tækifærum á flutningsleiðinni milli Asíu og Norður-Ameríku, með tenginguna til Evrópu mitt á milli. Ísland er ekki miðpunkturinn í stærstu tækifærunum þegar kemur að auðlindanýtingu. Þau eru talin liggja inn á umráðasvæði Rússa – í norðurhluta landsins – Noregs, Grænlands (Danmerkur) og síðan Kanada. Hjá Rússum og Norðmönnum er það bæði olía og gas. Vinnanlegt magn er óljóst, en það er talið nær öruggt að það sé í miklu magni. Vitnað er til rannsókna jarðvísindastofnunar Bandaríkjanna í þessari kortlagningu. Á milli 13 og 30 prósent af öllu vinnanlegu ónýttu jarðgasi í heiminum er talið vera á umráðasvæði Rússlands, og einnig Noregs, en í minna mæli en hjá Rússum. Olíuauðlindir eru taldar vera að stórum hluta innan umráðasvæða Kanada, Bandaríkjanna (Alaska) og Grænlands. Fjárfestingar vegna þessara möguleika eru þegar komnar á skrið. Þar eru tölurnar háar og stærðirnar miklar. Gert er ráð fyrir því að heildarfjárfesting á þessu svæði geti numið að minnsta kosti 100 milljörðum dala, eða sem nemur 12.500 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, á næsta áratug. Upphæðin gæti síðan hækkað í 500 milljarða dala á næsta áratug þar á eftir. Til þess að setja fyrrnefndu töluna í samhengi þá jafnast 12.500 milljarðar dala á við tæplega áttfalda árlega landsframleiðslu Íslands miðað við árið í fyrra. Réttindi til rannsókna á svæðunum eru þegar komin í hendur hins rússneska Rosneft og einnig Exxon Mobil, eins stærsta olíuvinnslufyrirtækis heims. Einnig eru Chevron, Cairn Energy í startholunum, og hafa þegar fjárfest í réttindum til rannsókna og vinnslu. Þetta er þó ekki hrist fram úr erminni. Gert er ráð fyrir að Exxon Mobil og Rosneft muni taka lokákvarðanir um vinnslu á nokkrum svæðum, 2016 eða 2017, svo dæmi séu tekin.2. Auðlindirnar eru eitt, en pólitísk átök á svæðinu annað. Þau eru þegar hafin og harðna sífellt. Þau birtast í átökum um réttindi til rannsókna á þekktum olíuvinnslusvæðum, ekki síst í Rússlandi og Kanada – þar sem einkafyrirtæki bítast um auðlindirnar – en einnig í baráttu um umhverfisáherslur þegar horft er til svæðisins í heild. Þar togast á hagsmunir sem falla svo til þvert á pólitískan mælikvarða, hægri og vinstri, og landamæri. Það segir sína sögu um hversu umdeild jarðefnaeldsneytisvinnsla á svæðinu er, að ritstjórn The Economist varar eindregið við henni og segir að það gæti verið hættuspor fyrir heiminn, þá einkum vegna hættunnar af hraðri bráðnun jökla á Norðurslóðum og áhrifa af því á líf á jörðinni. Þó The Economist sé þekkt fyrir eindreginn stuðning við markaðsbúskap, þá hefur ritið haldið upp í sterkum umhverfisáherslum í riti sínu, ekki síst er þegar kemur að hitnun jarðar og mengun sjávar. Framtíðarsýn á Norðurslóðum er samofin þessum átökum, ef marka má sérrit The Economist. Þarna takast á miklir fjárhagslegir hagsmunir einstakra ríkja og risafyrirtækja á alþjóðlegan mælikvarða, og síðan markmið alþjóðasamtaka, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar á meðal, um að stemma stigu við mengun og nýta umhverfisvæna orku í meira mæli. Hagsmunaárekstrar blasa við og átökin gætu orðið hörð í framtíðinni, að mati The Economist.3. Margir sjá Grænland fyrir sér sem batterý fyrir Evrópu og Bandaríkin. Þar er gríðarlega mikið af virkjanlegu vatnsafli sem þegar er byrjað að nýta. Nærtækt er að nefna umfjöllun Stöðvar 2 um framkvæmdir á vegum Ístaks í því samhengi, sem eru umfangsmestu framkvæmdir fyrirtækisins í sögunni og stórar á alþjóðlegan mælikvarða. Til framtíðar litið, er horft til þess að virkjanir á Grænlandi geti útvegað „græna orku" inn á Evrópu- og Bandaríkjamarkað. Ekkert er þó fast í hendi í þessum efnum. Aðra sögu er að segja af áformum námuvinnslufélagsins London Mining. Þar eru framkvæmdir þegar komnar á fullt, en ráðgert er að námuvinnsla félagsins á næstu þremur árum verði upp á tæplega þrjá milljarða dala, eða sem nemur 375 milljörðum króna. Í heild mun þetta kalla á 2.500 bein störf. Óbein störf koma síðan til viðbótar. Áhrifa af þessum framkvæmdum gætir nú þegar hér á landi, þar sem nokkur fjöldi Íslendinga starfar við námuvinnslu í landinu. Mörg fleiri stór verkefni í pípunum, en fyrrnefnd verkefni gefa vísbendingu um hvernig mál standa.4. Opnun siglingaleiðarinnar á Norðurslóðum, sem skapar tækifæri til vöruflutninga frá Asíu til Bandaríkjanna og Evrópu, er líklega mesta efnahagslega breytingin af öllum. Ástæðan er sú, að flutningstími vöruflutninga styttist mikið, eða um allt að tvær vikur, frá því sem verið hefur. Þetta er varanleg breyting sem hefur mikil efnahagsleg áhrif, og gæti skapað nýja möguleika fyrir margvíslega atvinnugeira á heimsvísu. Mitt í þessari þróun er Ísland og það gæti vel þjónustað siglingaleiðina með höfnum sínum og tengdri þjónustu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands, sagði á fundi hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, 26. september sl. að þessi breyting gæti haft afgerandi áhrif á þróun efnahagsmála, ekki bara á Norðurslóðum, heldur einnig víðar. Nauðsynlegt væri að kortleggja stöðu Íslands í þessu samhengi, og vinna vel úr þeim tækifærum sem væru að skapast vegna þessarar þróunar. Þar þyrfti að gera betur. Taka þyrfti betur á móti þeim sem vildu nýta tækifæri og væru tilbúnir til samstarfs við íslenska aðila. Það ætti ekki aðeins að vera á borði stjórnmálamanna heldur einnig atvinnulífsins, fyrirtækjanna sjálfra. Hann nefndi einnig sem dæmi um hversu hröð þróunin væri, þegar kæmi að auknum siglingum til og frá Asíu um Norðurslóðir, að árið 2010 hefður fjögur skip siglt þessa leið en árið 2011 34 skip. Flutningsmagnið hefði farið úr 111 þúsund tonnum í 820 þúsund tonn. Stanslaus aukning einkenndi siglingar á svæðinu, og þjónusta við þær væri sífellt að verða umfangsmeiri. Ekki síst þar væru tækifæri fyrir Ísland. Ef marka má skrif The Economist um þessi mál þá eru aðrar þjóðir á Norðurslóðum komnar langt fram úr okkur hér á Íslandi þegar kemur að mótun stefnu um Norðuslóðir og tækifærin þar til framtíðar litið. Vísbendingin um það er ekki síst sú að hvergi er vikið að Íslandi í ritinu, aðeins bent á það á kortum að landið sé þar sem það er á hnettinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum tækifærum vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum, einkum á svæðinu frá norðurhluta Rússlands, um Noreg, Færeyjar, Ísland, Grænland, Nýfundnaland og alla leið til Kanada. Þetta er risavaxið svæði, sem samkvæmt opinberum gögnum sem vitnað er til í sérriti The Economist um svæðið, sem kom út 16. júní í sumar, er uppfullt af miklum auðlindum. Þar helst eru það jarðgas, olía, námuvinnsla ýmis konar og síðan miklir möguleikar til framleiðslu á raforku úr því sem kallað er „græn orka" þ.e. úr t.d. vatnsafli, vindmyllum eða jarðhita. Nokkur atriði standa upp úr eftir lestur þessa rits, sem er fjórtán síður.1. Ísland er hvergi nefnt í ritinu sem heitir The Vanishing North, eða hverfandi Norðrið. Það er skírskotun í hraða bráðnun jökla á Norðuslóðum með tilheyrandi tækifærum á flutningsleiðinni milli Asíu og Norður-Ameríku, með tenginguna til Evrópu mitt á milli. Ísland er ekki miðpunkturinn í stærstu tækifærunum þegar kemur að auðlindanýtingu. Þau eru talin liggja inn á umráðasvæði Rússa – í norðurhluta landsins – Noregs, Grænlands (Danmerkur) og síðan Kanada. Hjá Rússum og Norðmönnum er það bæði olía og gas. Vinnanlegt magn er óljóst, en það er talið nær öruggt að það sé í miklu magni. Vitnað er til rannsókna jarðvísindastofnunar Bandaríkjanna í þessari kortlagningu. Á milli 13 og 30 prósent af öllu vinnanlegu ónýttu jarðgasi í heiminum er talið vera á umráðasvæði Rússlands, og einnig Noregs, en í minna mæli en hjá Rússum. Olíuauðlindir eru taldar vera að stórum hluta innan umráðasvæða Kanada, Bandaríkjanna (Alaska) og Grænlands. Fjárfestingar vegna þessara möguleika eru þegar komnar á skrið. Þar eru tölurnar háar og stærðirnar miklar. Gert er ráð fyrir því að heildarfjárfesting á þessu svæði geti numið að minnsta kosti 100 milljörðum dala, eða sem nemur 12.500 milljörðum króna miðað við núverandi gengi, á næsta áratug. Upphæðin gæti síðan hækkað í 500 milljarða dala á næsta áratug þar á eftir. Til þess að setja fyrrnefndu töluna í samhengi þá jafnast 12.500 milljarðar dala á við tæplega áttfalda árlega landsframleiðslu Íslands miðað við árið í fyrra. Réttindi til rannsókna á svæðunum eru þegar komin í hendur hins rússneska Rosneft og einnig Exxon Mobil, eins stærsta olíuvinnslufyrirtækis heims. Einnig eru Chevron, Cairn Energy í startholunum, og hafa þegar fjárfest í réttindum til rannsókna og vinnslu. Þetta er þó ekki hrist fram úr erminni. Gert er ráð fyrir að Exxon Mobil og Rosneft muni taka lokákvarðanir um vinnslu á nokkrum svæðum, 2016 eða 2017, svo dæmi séu tekin.2. Auðlindirnar eru eitt, en pólitísk átök á svæðinu annað. Þau eru þegar hafin og harðna sífellt. Þau birtast í átökum um réttindi til rannsókna á þekktum olíuvinnslusvæðum, ekki síst í Rússlandi og Kanada – þar sem einkafyrirtæki bítast um auðlindirnar – en einnig í baráttu um umhverfisáherslur þegar horft er til svæðisins í heild. Þar togast á hagsmunir sem falla svo til þvert á pólitískan mælikvarða, hægri og vinstri, og landamæri. Það segir sína sögu um hversu umdeild jarðefnaeldsneytisvinnsla á svæðinu er, að ritstjórn The Economist varar eindregið við henni og segir að það gæti verið hættuspor fyrir heiminn, þá einkum vegna hættunnar af hraðri bráðnun jökla á Norðurslóðum og áhrifa af því á líf á jörðinni. Þó The Economist sé þekkt fyrir eindreginn stuðning við markaðsbúskap, þá hefur ritið haldið upp í sterkum umhverfisáherslum í riti sínu, ekki síst er þegar kemur að hitnun jarðar og mengun sjávar. Framtíðarsýn á Norðurslóðum er samofin þessum átökum, ef marka má sérrit The Economist. Þarna takast á miklir fjárhagslegir hagsmunir einstakra ríkja og risafyrirtækja á alþjóðlegan mælikvarða, og síðan markmið alþjóðasamtaka, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar á meðal, um að stemma stigu við mengun og nýta umhverfisvæna orku í meira mæli. Hagsmunaárekstrar blasa við og átökin gætu orðið hörð í framtíðinni, að mati The Economist.3. Margir sjá Grænland fyrir sér sem batterý fyrir Evrópu og Bandaríkin. Þar er gríðarlega mikið af virkjanlegu vatnsafli sem þegar er byrjað að nýta. Nærtækt er að nefna umfjöllun Stöðvar 2 um framkvæmdir á vegum Ístaks í því samhengi, sem eru umfangsmestu framkvæmdir fyrirtækisins í sögunni og stórar á alþjóðlegan mælikvarða. Til framtíðar litið, er horft til þess að virkjanir á Grænlandi geti útvegað „græna orku" inn á Evrópu- og Bandaríkjamarkað. Ekkert er þó fast í hendi í þessum efnum. Aðra sögu er að segja af áformum námuvinnslufélagsins London Mining. Þar eru framkvæmdir þegar komnar á fullt, en ráðgert er að námuvinnsla félagsins á næstu þremur árum verði upp á tæplega þrjá milljarða dala, eða sem nemur 375 milljörðum króna. Í heild mun þetta kalla á 2.500 bein störf. Óbein störf koma síðan til viðbótar. Áhrifa af þessum framkvæmdum gætir nú þegar hér á landi, þar sem nokkur fjöldi Íslendinga starfar við námuvinnslu í landinu. Mörg fleiri stór verkefni í pípunum, en fyrrnefnd verkefni gefa vísbendingu um hvernig mál standa.4. Opnun siglingaleiðarinnar á Norðurslóðum, sem skapar tækifæri til vöruflutninga frá Asíu til Bandaríkjanna og Evrópu, er líklega mesta efnahagslega breytingin af öllum. Ástæðan er sú, að flutningstími vöruflutninga styttist mikið, eða um allt að tvær vikur, frá því sem verið hefur. Þetta er varanleg breyting sem hefur mikil efnahagsleg áhrif, og gæti skapað nýja möguleika fyrir margvíslega atvinnugeira á heimsvísu. Mitt í þessari þróun er Ísland og það gæti vel þjónustað siglingaleiðina með höfnum sínum og tengdri þjónustu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands, sagði á fundi hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, 26. september sl. að þessi breyting gæti haft afgerandi áhrif á þróun efnahagsmála, ekki bara á Norðurslóðum, heldur einnig víðar. Nauðsynlegt væri að kortleggja stöðu Íslands í þessu samhengi, og vinna vel úr þeim tækifærum sem væru að skapast vegna þessarar þróunar. Þar þyrfti að gera betur. Taka þyrfti betur á móti þeim sem vildu nýta tækifæri og væru tilbúnir til samstarfs við íslenska aðila. Það ætti ekki aðeins að vera á borði stjórnmálamanna heldur einnig atvinnulífsins, fyrirtækjanna sjálfra. Hann nefndi einnig sem dæmi um hversu hröð þróunin væri, þegar kæmi að auknum siglingum til og frá Asíu um Norðurslóðir, að árið 2010 hefður fjögur skip siglt þessa leið en árið 2011 34 skip. Flutningsmagnið hefði farið úr 111 þúsund tonnum í 820 þúsund tonn. Stanslaus aukning einkenndi siglingar á svæðinu, og þjónusta við þær væri sífellt að verða umfangsmeiri. Ekki síst þar væru tækifæri fyrir Ísland. Ef marka má skrif The Economist um þessi mál þá eru aðrar þjóðir á Norðurslóðum komnar langt fram úr okkur hér á Íslandi þegar kemur að mótun stefnu um Norðuslóðir og tækifærin þar til framtíðar litið. Vísbendingin um það er ekki síst sú að hvergi er vikið að Íslandi í ritinu, aðeins bent á það á kortum að landið sé þar sem það er á hnettinum.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun