Risaurriðagangan frábæra á Þingvöllum á morgun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2012 20:19 Risaurriðar úr Öxará eru fastur liður í fræðslugöngu Jóhannesar Sturlaugssonar. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Jóhannes Sturlaugsson verður á morgun, laugardag, með árlega fræðslugöngu sína á slóðir ísaldarurriðans i Öxará á Þingvöllum. Fræðslugangan sem gengur undir nafninu Urriðadans og er á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska hefst klukkan tvö eftir hádegi á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð. "Gangan spannar stutta og þægilega gönguleið upp með hrygningarsvæði urriðans. Fyrst er stoppað við brúna undan bílastæðinu til þess að fræða gesti um búnað sem er starfræktur þar undir brúnni sem gerir kleift að skrá ferðir urriða á leið til og frá hrygningarstöðvunum," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Gengið er með Öxará upp undir Almannagjá. Þar verða urriðar skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Að göngunni lokinn flytur Jóhannes erindi í Fræðslumiðstöðinni við Hakið. "Rétt er að minna á það að fólki er ætlað að hafa sína hentisemi varðandi það hve lengi það tekur þátt í göngunni. Því sumum hentar að sjá framan í nokkra urriða og heyra það helsta um lífshætti þeirra á meðan aðrir stoppa lengur við og hlýða jafnvel á erindið sem er í lokin í Fræðslumiðstöðinni við Hakið," segir á svfr.is. Fræðslugangan tekur nokkra stund og því rétt að minna fólk á að búa sig vel. Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði
Jóhannes Sturlaugsson verður á morgun, laugardag, með árlega fræðslugöngu sína á slóðir ísaldarurriðans i Öxará á Þingvöllum. Fræðslugangan sem gengur undir nafninu Urriðadans og er á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska hefst klukkan tvö eftir hádegi á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð. "Gangan spannar stutta og þægilega gönguleið upp með hrygningarsvæði urriðans. Fyrst er stoppað við brúna undan bílastæðinu til þess að fræða gesti um búnað sem er starfræktur þar undir brúnni sem gerir kleift að skrá ferðir urriða á leið til og frá hrygningarstöðvunum," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Gengið er með Öxará upp undir Almannagjá. Þar verða urriðar skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Að göngunni lokinn flytur Jóhannes erindi í Fræðslumiðstöðinni við Hakið. "Rétt er að minna á það að fólki er ætlað að hafa sína hentisemi varðandi það hve lengi það tekur þátt í göngunni. Því sumum hentar að sjá framan í nokkra urriða og heyra það helsta um lífshætti þeirra á meðan aðrir stoppa lengur við og hlýða jafnvel á erindið sem er í lokin í Fræðslumiðstöðinni við Hakið," segir á svfr.is. Fræðslugangan tekur nokkra stund og því rétt að minna fólk á að búa sig vel.
Stangveiði Mest lesið Veiði að glæðast í Straumunum Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði