Justin Rose fyrsti "heimsmeistarinn" í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2012 17:45 Justin Rose með bikarinn. Mynd/Nordic Photos/Getty Justin Rose tryggði sér sigur á World Golf Final mótinu í Tyrklandi með því að vinna Lee Westwood í úrslitaleik. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót fer fram í lok tímabilsins en þangað var boðið átta af bestu kylfingum heims. Kylfingunum var skipt niður í tvo riðla þar sem allir mættu öllum í holukeppni. Tveir efstu komust síðan í undanúrslitin þar sem að Rose vann Tiger Woods en Westwood sló út Charl Schwartzel. Justin Rose setti niður 64 sentímetra pútt á fyrstu holu og náði þá forystunni sem hann hélt allan leikinn. Rose lék holurnar 18 á 66 höggum en Westwood notaði einu höggi meira. Hinn 32 ára gamli Justin Rose kórónaði þarna flott ár hjá sér en hann varð í 3. sæti á PGA-meistaramótinu, í 8. sæti á Mastersmótinu og í 21. sæti á Opna bandaríska mótinu. Rose náði líka 3 stig af 5 mögulegum í Ryder-bikarnum. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Justin Rose tryggði sér sigur á World Golf Final mótinu í Tyrklandi með því að vinna Lee Westwood í úrslitaleik. Þetta er í fyrsta sinn sem svona mót fer fram í lok tímabilsins en þangað var boðið átta af bestu kylfingum heims. Kylfingunum var skipt niður í tvo riðla þar sem allir mættu öllum í holukeppni. Tveir efstu komust síðan í undanúrslitin þar sem að Rose vann Tiger Woods en Westwood sló út Charl Schwartzel. Justin Rose setti niður 64 sentímetra pútt á fyrstu holu og náði þá forystunni sem hann hélt allan leikinn. Rose lék holurnar 18 á 66 höggum en Westwood notaði einu höggi meira. Hinn 32 ára gamli Justin Rose kórónaði þarna flott ár hjá sér en hann varð í 3. sæti á PGA-meistaramótinu, í 8. sæti á Mastersmótinu og í 21. sæti á Opna bandaríska mótinu. Rose náði líka 3 stig af 5 mögulegum í Ryder-bikarnum.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira