Íslenski boltinn

Hjörtur hetjan í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. Mynd/Daníel
Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV Eindhoven og fyrrum Fylkismaður, var hetja 19 ára landsliðsins í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM sem fram fer í Króatíu. Hjörtur skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Aserbaídsjan.

Hjörtur, sem er fyrirliði 19 ára liðsins og spilar sem miðvörður, skoraði sigurmarkið á 39. mínútu leiksins eftir aukaspyrnu frá vinstri bakverðinum Ósvaldi Jarli Traustasyni. Ósvald er í Breiðabliki.

Arnar Aðalgeirsson, sem spilar með danska liðsins AGF, kom íslenska liðinu í 1-0 strax á 1. mínútu leiksins en Aserarnir jöfnuðu metin á 24. mínútu.

Kristinn R. Jónsson þjálfar íslenska liðið en framundan eru síðan leikir við Króatíu og Georgíu. Króatar unnu 2-0 sigur á Georgíu í hinum leik dagsins í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×