Myndbandið var frumsýnt á heimasíðu IGN, stærstu leikjasíðu heims, og er um sinn aðeins hægt að nálgast myndskeiðið þar. Farið er um víðan völl í myndbandinu en því er ætlað að kynna söguheim og spilun DUST 514.
Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Sem kunnugt er verður DUST 514 aðeins fáanlegur á PlayStation 3 leikjatölvunni og það gjaldfrjálst.
Að mörku leyti markar tölvuleikurinn tímamót í leikjaiðnaðinum. Spilarar þurfa ekki að kaupa eintak, aðeins ná í hann í gegnum leikjatölvuna sjálfa. Viðskiptalíkanið byggir á minni kaupum innan DUST 514 þar sem spilarar fjárfesta í búnaði til að víkka spilunina.
Þá verður DUST 514 beintengdur við fjölspilunarleik CCP, EVE Online, en leikirnir eiga sér stað í sama söguheimi. Þannig geta spilarar á PlayStation og PC í fyrsta sinn haft samskipti