Einstakar vörur fyrir sælkera 31. október 2012 10:53 Rúnar Gíslason yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum segir gjafakörfu frá fyrirtækinu vera góða og girnilega gjöf. mynd/anton Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærðir af gjafakörfum. "Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur," segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. "Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sælkerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villibráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar." Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. "Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkeravörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborgarhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úrvalið frá okkur í mjög vönduðum umbúðum," segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkerakörfur frá árinu 2003 og eru því orðnir nokkuð reynslumiklir í þessari þjónustu. "Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fundið eitthvað sem þeim líkar í körfunum. Auðvitað hafa komið sveiflur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verðið er almennt lægra." Kokkarnir eru til húsa að Funahöfða 7. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegnum tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is. Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærðir af gjafakörfum. "Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur," segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. "Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sælkerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villibráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar." Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. "Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkeravörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborgarhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úrvalið frá okkur í mjög vönduðum umbúðum," segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkerakörfur frá árinu 2003 og eru því orðnir nokkuð reynslumiklir í þessari þjónustu. "Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fundið eitthvað sem þeim líkar í körfunum. Auðvitað hafa komið sveiflur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verðið er almennt lægra." Kokkarnir eru til húsa að Funahöfða 7. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegnum tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.is.
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent