Hughrif Hörpu 31. október 2012 10:44 Gjafapakkinn, sem er fyrir tvo, inniheldur miða í íslensku óperuna eða á sinfóníutónleika, nótt á icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á kolabrautinni í Hörpu og skoðunarferð um húsið. Í vetur kynnir Harpa - tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skemmtilega og spennandi nýjung sem nefnist "Hughrif Hörpu". "Um er að ræða gjafapakka fyrir tvo sem inniheldur miða í annaðhvort Íslensku óperuna eða á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nótt á Icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á Kolabrautinni í Hörpu, skoðunarferð um húsið og að sjálfsögðu stæði í bílakjallara Hörpu," útskýrir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. Anna bætir við að þau vonist til þess að fólk á höfuðborgarsvæðinu nýti sér þetta frábæra tilboð. "Vestanhafs er mjög vinsælt að pör fari í svokallað "staycation" en það er frí án þess að langt sé farið. Þetta er auðvitað stórskemmtileg gjöf fyrir fólk sem vill rómantíska upplifun og komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum." Einnig býður Harpa upp á hefðbundin gjafakort sem gilda sem inneign á hvaða tónleika sem er í húsinu. Anna segist líka búast við því að fólk utan höfuðborgarinnar nýti sér gjafapakkann til að gefa einstaka upplifun í Hörpu og njóta alls þess sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. "Við höfnina hefur sprottið upp fjöldi skemmtilegra verslana, kaffihúsa og veitingastaða sem er gaman að skoða. Með þessum gjafapakka getur þú komið þér vel fyrir í hjarta miðborgarinnar og nýtt daginn vel í miðbænum á meðan bíllinn getur beðið í hlýjunni í Hörpu. Svo bíður þín dýrindis málsverður á Kolabrautinni á fjórðu hæð Hörpu með útsýni yfir borgina, tónleikar í Eldborg og loks uppábúið rúm á glæsilegu hóteli." Nánari upplýsingar um "Hughrif Hörpu" er að finna á www.harpa.is eða í miðasölu Hörpu 528 5050. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjónustudagur Toyota Greiðsluáskorun Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Í vetur kynnir Harpa - tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skemmtilega og spennandi nýjung sem nefnist "Hughrif Hörpu". "Um er að ræða gjafapakka fyrir tvo sem inniheldur miða í annaðhvort Íslensku óperuna eða á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nótt á Icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á Kolabrautinni í Hörpu, skoðunarferð um húsið og að sjálfsögðu stæði í bílakjallara Hörpu," útskýrir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu. Anna bætir við að þau vonist til þess að fólk á höfuðborgarsvæðinu nýti sér þetta frábæra tilboð. "Vestanhafs er mjög vinsælt að pör fari í svokallað "staycation" en það er frí án þess að langt sé farið. Þetta er auðvitað stórskemmtileg gjöf fyrir fólk sem vill rómantíska upplifun og komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum." Einnig býður Harpa upp á hefðbundin gjafakort sem gilda sem inneign á hvaða tónleika sem er í húsinu. Anna segist líka búast við því að fólk utan höfuðborgarinnar nýti sér gjafapakkann til að gefa einstaka upplifun í Hörpu og njóta alls þess sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. "Við höfnina hefur sprottið upp fjöldi skemmtilegra verslana, kaffihúsa og veitingastaða sem er gaman að skoða. Með þessum gjafapakka getur þú komið þér vel fyrir í hjarta miðborgarinnar og nýtt daginn vel í miðbænum á meðan bíllinn getur beðið í hlýjunni í Hörpu. Svo bíður þín dýrindis málsverður á Kolabrautinni á fjórðu hæð Hörpu með útsýni yfir borgina, tónleikar í Eldborg og loks uppábúið rúm á glæsilegu hóteli." Nánari upplýsingar um "Hughrif Hörpu" er að finna á www.harpa.is eða í miðasölu Hörpu 528 5050.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjónustudagur Toyota Greiðsluáskorun Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent