Viðskipti erlent

Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum

Magnús Halldórsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnaði nýjum tölum um atvinnuþátttöku þegar þær voru gerðar opinberar í gær. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram á þriðjudaginn.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnaði nýjum tölum um atvinnuþátttöku þegar þær voru gerðar opinberar í gær. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram á þriðjudaginn.
Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í október, sem er töluvert mikið meira en reiknað hafði verið með. Þrátt fyrir þetta jókst skráð atvinnuleysi í Bandaríkjunum úr 7,8 prósent frá því í september í 7,9 prósent í október. Atvinnuleysisskráin í Bandaríkjunum þykir um margt óáreiðanleg, en einungis þeir sem eru skráðir virkir í atvinnuleit eru á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum.

Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um þessi mál, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×