Tiger Woods ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. nóvember 2012 14:15 Tiger Woods hefur hug á því að komast í efsta sæti heimslistans á ný. Nordic Photos / Getty Images Það eru tvö ár frá því að Tiger Woods var í efsta sæti heimslistans í golfi. Bandaríski kylfingurinn er sem stendur í öðru sæti á eftir Norður-Íranum Rory McIlroy. Woods er þessa stundina staddur í Singapúr en hann ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans á ný en að hans mati gæti það tekið tíma. Tiger ræddi við fréttamenn í Singapúr í gær þar sem hann er var að gefa ungum kylfingum góð ráð. Og þar var hann spurður um hvenær hann gæti náð efsta sæti heimslistans á ný. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna golfmót, og ef það tekst ekki þá þarf maður að vera á meðal þeirra efstu. Þannig náði Rory efsta sætinu og ég hlakka til að takast á við nýtt keppnistímabil," sagði Woods en hann sigraði á þremur atvinnumótum á bandarísku PGA mótaröðinni á þessu ári. Fjórir kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans í golfi á undanförnum tveimur árum, Luke Donald frá Englandi, Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Martin Kaymer frá Þýskalandi og Englendingurinn Lee Westwood. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hefur Tiger Woods verið lengst allra í efsta sæti listans. Hann náði efsta sætinu í fyrsta sinn á ferlinum í júní árið 1998 þegar hann velti Greg Norman, „Hvíta-Hákarlinum" úr efsta sætinu. Woods var samfellt í efsta sæti heimslistans í 264 vikur frá því í ágúst 1999 þar til í september 2004. Vijay Singh frá Fijí tók efsta sætið árið 2004. Woods náði á toppinn á ný í júní árið 2005 og var þar samfellt í 281 viku eða þar til október árið 2010. Woods er bjartsýnn á að ná góðum árangri á næsta keppnistímabili. „Hlutirnir eru að mjakast í rétta átt. Á síðasta tímabili var ég í 127. sæti á peningalistanum á PGA, ég er í öðru sæti núna. Að mínu mati er það góður árangur og merki um framfarir. Heilsan er í góðu lagi og ég hlakka til næsta tímabils. Alls hefur Tiger Woods leikið á 24 mótum á þessu tímabili en hann hefur ekki keppt á fleiri mótum frá árinu 2005. Hann var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt á HSBC heimsmótaröðinni sem hófst í gær en þar vantar einnig Rory McIlroy. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hafa aðeins 15 kylfingar náð efsta sætinu: Bernhard Langer, Þýskaland (3 vikur), Seve Ballesteros, Spánn (61 vika), Greg Norman, Ástralía (331 vikur), Nick Faldo, England ( 97 vikur), Ian Woosnam, Wales (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price, Zimbabwe (44 vikur), Tom Lehman, Bandaríkin (1 vika), Ernie Els, Suður-Afríka (9 vikur), David Duval, Bandaríkin (15 vikur), Vijay Singh, Fijí (32 vikur), Tiger Woods, Bandaríkin (623), Martin Kaymer, Þýskaland (8 vikur), Lee Westwood, England (22 vikur), Luke Donald, England (56 vikur), Rory McIlroy, Norður-Írland (10 vikur). Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Það eru tvö ár frá því að Tiger Woods var í efsta sæti heimslistans í golfi. Bandaríski kylfingurinn er sem stendur í öðru sæti á eftir Norður-Íranum Rory McIlroy. Woods er þessa stundina staddur í Singapúr en hann ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans á ný en að hans mati gæti það tekið tíma. Tiger ræddi við fréttamenn í Singapúr í gær þar sem hann er var að gefa ungum kylfingum góð ráð. Og þar var hann spurður um hvenær hann gæti náð efsta sæti heimslistans á ný. „Það sem skiptir mestu máli er að vinna golfmót, og ef það tekst ekki þá þarf maður að vera á meðal þeirra efstu. Þannig náði Rory efsta sætinu og ég hlakka til að takast á við nýtt keppnistímabil," sagði Woods en hann sigraði á þremur atvinnumótum á bandarísku PGA mótaröðinni á þessu ári. Fjórir kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans í golfi á undanförnum tveimur árum, Luke Donald frá Englandi, Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Martin Kaymer frá Þýskalandi og Englendingurinn Lee Westwood. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hefur Tiger Woods verið lengst allra í efsta sæti listans. Hann náði efsta sætinu í fyrsta sinn á ferlinum í júní árið 1998 þegar hann velti Greg Norman, „Hvíta-Hákarlinum" úr efsta sætinu. Woods var samfellt í efsta sæti heimslistans í 264 vikur frá því í ágúst 1999 þar til í september 2004. Vijay Singh frá Fijí tók efsta sætið árið 2004. Woods náði á toppinn á ný í júní árið 2005 og var þar samfellt í 281 viku eða þar til október árið 2010. Woods er bjartsýnn á að ná góðum árangri á næsta keppnistímabili. „Hlutirnir eru að mjakast í rétta átt. Á síðasta tímabili var ég í 127. sæti á peningalistanum á PGA, ég er í öðru sæti núna. Að mínu mati er það góður árangur og merki um framfarir. Heilsan er í góðu lagi og ég hlakka til næsta tímabils. Alls hefur Tiger Woods leikið á 24 mótum á þessu tímabili en hann hefur ekki keppt á fleiri mótum frá árinu 2005. Hann var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt á HSBC heimsmótaröðinni sem hófst í gær en þar vantar einnig Rory McIlroy. Frá því að heimslistinn í golfi var settur á laggirnar árið 1986 hafa aðeins 15 kylfingar náð efsta sætinu: Bernhard Langer, Þýskaland (3 vikur), Seve Ballesteros, Spánn (61 vika), Greg Norman, Ástralía (331 vikur), Nick Faldo, England ( 97 vikur), Ian Woosnam, Wales (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price, Zimbabwe (44 vikur), Tom Lehman, Bandaríkin (1 vika), Ernie Els, Suður-Afríka (9 vikur), David Duval, Bandaríkin (15 vikur), Vijay Singh, Fijí (32 vikur), Tiger Woods, Bandaríkin (623), Martin Kaymer, Þýskaland (8 vikur), Lee Westwood, England (22 vikur), Luke Donald, England (56 vikur), Rory McIlroy, Norður-Írland (10 vikur).
Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira