Framtíðarrifrildi á kaffistofum Magnús Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 10:17 Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 hefur einn geiri atvinnulífsins skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag; Makrílveiðar, vinnsla og sala. Frá árinu 2006 hefur makríllinn verið að láta sjá sig í íslenskri lögsögu og síðan hafa veiðar á honum breyst í arðbærastu atvinnugrein landsins, held ég að sé óhætt að segja. Í fyrra nam útflutningsverðmæti Makríls 24 milljörðum króna, og viðbúið er að upphæðin verði enn hærri á þessu ári. Á sex árum hafa árlegar veiðar á makríl farið úr í kringum 10 þúsund tonnum árið 2006 í 155 þúsund tonn í fyrra. Líklega á sagan ein eftir að dæma um hvort skynsamlega hafi verið staðið að þessum veiðum og þá einkum upphafi þeirra. Engin efast um ábátann, sem sést best í metafkomu útgerðarfyrirtækjanna sem stunda makrílveiðar. Nokkrar spurningar verða kannski algeng uppspretta rifrilda á kaffistofum vítt og breitt um landið í framtíðinni, er tengjast makrílveiðunum. Af hverju bauð íslenska ríkið ekki heimildir til makrílveiða til sölu í upphafi og seldi heimildirnar hæstbjóðanda? Eru aflaheimildir ekki verðmæti? Eru rökin um að tilteknar útgerðir hafi fengið heimildirnar gefins á grundvelli veiðireynslu ekki tómt rugl, vegna þess að veiðireynslan var engin? Af hverju voru aflaheimildirnar gefnar útgerðarmönnum? "Hvaða rugl er þetta?", segja kannski einhverjir. Ég er nokkurn veginn viss um að lífleg rifrildi verða um þetta skeið í framtíðinni, og í þeim munu allir þátttakendur telja sig vita best, nema hvað. Þannig hefur það í það minnsta verið hingað til þegar fiskveiðistjórnunarkerfið er annars vegar.Myndin er tekin upp úr skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg, sem kynnt var á dögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór
Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 hefur einn geiri atvinnulífsins skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag; Makrílveiðar, vinnsla og sala. Frá árinu 2006 hefur makríllinn verið að láta sjá sig í íslenskri lögsögu og síðan hafa veiðar á honum breyst í arðbærastu atvinnugrein landsins, held ég að sé óhætt að segja. Í fyrra nam útflutningsverðmæti Makríls 24 milljörðum króna, og viðbúið er að upphæðin verði enn hærri á þessu ári. Á sex árum hafa árlegar veiðar á makríl farið úr í kringum 10 þúsund tonnum árið 2006 í 155 þúsund tonn í fyrra. Líklega á sagan ein eftir að dæma um hvort skynsamlega hafi verið staðið að þessum veiðum og þá einkum upphafi þeirra. Engin efast um ábátann, sem sést best í metafkomu útgerðarfyrirtækjanna sem stunda makrílveiðar. Nokkrar spurningar verða kannski algeng uppspretta rifrilda á kaffistofum vítt og breitt um landið í framtíðinni, er tengjast makrílveiðunum. Af hverju bauð íslenska ríkið ekki heimildir til makrílveiða til sölu í upphafi og seldi heimildirnar hæstbjóðanda? Eru aflaheimildir ekki verðmæti? Eru rökin um að tilteknar útgerðir hafi fengið heimildirnar gefins á grundvelli veiðireynslu ekki tómt rugl, vegna þess að veiðireynslan var engin? Af hverju voru aflaheimildirnar gefnar útgerðarmönnum? "Hvaða rugl er þetta?", segja kannski einhverjir. Ég er nokkurn veginn viss um að lífleg rifrildi verða um þetta skeið í framtíðinni, og í þeim munu allir þátttakendur telja sig vita best, nema hvað. Þannig hefur það í það minnsta verið hingað til þegar fiskveiðistjórnunarkerfið er annars vegar.Myndin er tekin upp úr skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg, sem kynnt var á dögunum.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun