Viðskipti erlent

Bankabjörgun kostar breska skattgreiðendur þúsundir milljarða

Ríkisendurskoðun Bretlands telur að megnið af þeim fjármunum sem bresk stjórnvöld notuðu til að bjarga tveimur af stærstu bönkum landsins sé glatað fé.

Alls var 66 milljörðum punda eða um 13.000 milljörðum króna af skattpeningum Breta varið til að halda Lloyds og Royal Bank of Scotland á floti þegar fjármálakreppan skall á fyrir fjórum árum.

Í frétt um málið í The Guardian segir að a.m.k. helmingur af þessu fé sé glatað ef miðað er við núverandi gengi þessara banka á markaði. Hið opinbera á nú 80% hlut í Royal Bank of Scotland og 40% í Lloyds bankanum.

Í blaðinu er síðan haft eftir þingmanni á breska þinginu að svo gæti farið að öll framangreind upphæð muni tapast í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×