Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie drifu alla fjölskylduna til Kent á Englandi þar sem Brad var við tökur á kvikmyndinni World War Z.
Parið leigði sér glæsilegt hús á meðan þau voru í bænum og hegðuðu sér eins og heimamenn. Angelina kíkti í hverfisverslunina til að kaupa sér sætindi og tímarit á meðan Brad kíkti á krána í einn bjór.
Húsið sem þau leigðu sér er í raun hlaða sem búið er að gera upp. Er hún vel búin í alla staði og fór afar vel um hjónin á meðan á dvölinni stóð.
Ofurhjón gera vel við sig
