Viðskipti erlent

Ríkisstjórnir undirbúa sig fyrir gjaldþrot SAS

Ríkisstjórnir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs undirbúa sig nú fyrir gjaldþrot SAS flugfélagsins.

Fyrstu skilaboðin frá verkalýsfélögum þeirra starfsmanna sem vinna hjá SAS eru að þau muni ekki sætta sig við miklar lækkanir á launum sínum. Þessar launalækkanir eru forsenda þess að SAS geti forðað sér frá gjaldþroti samkvæmt sparnaðaráætlun sem kynnt var fyrr í vikunni.

Verkalýðsfélög flugmanna í fyrrgreindum löndum hafa þegar sagt nei við boðuðum launalækkunum hjá flugmönnum SAS. Laun flugmanna áttu að lækka um 11% yfir línuna, samkvæmt fyrrgreindri áætlun, en flugmennirnir segjast ekki geta sætt sig við meir en rúmlega 8% lækkun.

Fleiri verkalýðsfélög hafa sagt að þau sætti sig ekki við boðaðar launalækkanir þar á meðal verkalýðsfélag flugliða í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×