Viðskipti erlent

Verð á gulli hækkar

Verð á gulli hefur farið hækkandi undanfarin misseri á mörkuðum í Bandaríkjunum. Svo virðist sem fjárfestar séu farnir að veðja á að verðbólga muni aukast í Bandaríkjunum og verð á gulli hækka, að því er segir á vef Wall Street Journal (WSJ).

Þá er einnig horft til þess að gull muni hækka þar sem Seðlabanki Bandaríkjanna muni viðhalda auðveldu aðgengi að lánsfé með lágum vöxtum, að því er segir í frétt WSJ, og að það muni auka eftirspurn ef gulli til lengri tíma litið.

Verð á gulli er nú um 55,6 dalir á grammið, samkvæmt vefsíðu fjármálasíðu Yahoo, eða sem nemur tæplega sjö þúsund krónum. Upplýsingar um verðþróun á gulli á mörkuðum má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×