Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2012 16:30 Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum „Um land allt", sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. Foreldrar Jespers höfðu rekið minkabú í Danmörku og það var bróðir Jespers, sem er loðdýraræktarráðunautur í Danmörku, sem átti hugmyndina snemma árs 2010 að kaupa íslenskt minkabú. Þau Halla og Jesper eiga fjórðung í búinu á móti fjölskyldu hans, þannig að hér er dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskum landbúnaði. Fram kom í þættinum að þau þekktu nánast ekkert til Skagafjarðar, þegar þau fluttu þangað, en svo vel líkar þeim að þau segjast ekkert vera á förum aftur, og Jesper hefur gengið ótrúlega vel að læra íslenskuna, eins og heyra má í viðtölum í þættinum. Fjallað var um loðdýraræktina á Íslandi í þættinum „Um land allt" í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu einnig minkabændur á Skörðugili og fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Dýr Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum „Um land allt", sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. Foreldrar Jespers höfðu rekið minkabú í Danmörku og það var bróðir Jespers, sem er loðdýraræktarráðunautur í Danmörku, sem átti hugmyndina snemma árs 2010 að kaupa íslenskt minkabú. Þau Halla og Jesper eiga fjórðung í búinu á móti fjölskyldu hans, þannig að hér er dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskum landbúnaði. Fram kom í þættinum að þau þekktu nánast ekkert til Skagafjarðar, þegar þau fluttu þangað, en svo vel líkar þeim að þau segjast ekkert vera á förum aftur, og Jesper hefur gengið ótrúlega vel að læra íslenskuna, eins og heyra má í viðtölum í þættinum. Fjallað var um loðdýraræktina á Íslandi í þættinum „Um land allt" í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu einnig minkabændur á Skörðugili og fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi.
Dýr Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15