Formúla 1

Bottas og Maldonado aka fyrir Williams 2013

Valtteri Bottas er nýr ökumaður Williams.
Valtteri Bottas er nýr ökumaður Williams. Nordic Photos / Getty Images
Valtteri Bottas, ungur Finni sem hefur undanfarið reynsluekið fyrir Williams-liðið í Formúlu 1, hefur verið ráðinn sem keppnisökuþór liðsins á næsta ári. Þar mun hann aka við hlið Pastor Maldonado.

Bottas stóð sig frábærlega á þeim föstudagsæfingum sem hann fékk að aka í sumar. Fimmtán sinnum í sumar fékk þessi 23 ára gamli ökuþór bílinn frá Bruno Senna. Senna hverfur á braut og hefur ekki fengið keppnissamning í Formúlu 1 á næsta ári.

Bottas varð meistari í GP3 árið 2011 og segir draum sinn vera að rætast. „Það hefur verið lífsdraumur minn að aka í Formúlu 1," sagði hann. „Og að gera það með goðsagnakenndu liði er mjög sérstakt fyrir mig."

Frank Williams, eigandi Williams-liðsins, segist vera mjög spenntur fyrir næsta tímabili. „Maldonado og Bottas eru tveir af efnilegustu ökuþórum í heimi og það verður spennandi að fylgjast með næsta tímabili."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×