Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli aftur komið yfir 2.000 dollara

Heimsmarkaðsverð á áli er aftur komið yfir 2.000 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London.

Verðið stendur í 2.016 dollurum og hefur ekki verið hærra síðan í lok september s.l. Raunar tók verðið töluverða dýfu í miðjum september þegar það stóð í rúmlega 2.100 dollurum og fór lægst í tæpa 1.900 dollara í lok október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×