Wii U hittir í mark 27. nóvember 2012 11:47 Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. Alls seldust um 500 þúsund eintök á einni viku í Bandaríkjunum og er Wii U víða uppseld. Að sama skapi nýtur upprunalega Wii tölvan en hylli — hátt í 300 þúsund Wii leikjatölvur seldust í sömu viku. Þá hefur litla 3DS leikjatölvan frá Nintendo einnig slegið í gegn og selst í ríflega 22 milljónum eintaka síðan hún fór á markað í fyrra. Nintendo er stórhuga þegar kemur að Wii U leikjatölvunni. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að halda í við leikjatölvur Sony og Microsoft en nú hefur Nintendo blásið til stórsóknar. Fyrirtækið hefur einnig kynnt minni og nettari útgáfu af Wii leikjatölvunni. Hún mun fara í almenna sölu á næstu vikum og kosta einungis 100 dollara í Bandaríkjunum. Wii U er að mörgu leyti byltingarkennt raftæki og er henni hampað sem nýrri kynslóð leikjatölva. Fjarstýring hennar er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er notendaviðmótið blásið upp og stækkað en um leið er höfuðáhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wii U hér fyrir ofan. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið
Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. Alls seldust um 500 þúsund eintök á einni viku í Bandaríkjunum og er Wii U víða uppseld. Að sama skapi nýtur upprunalega Wii tölvan en hylli — hátt í 300 þúsund Wii leikjatölvur seldust í sömu viku. Þá hefur litla 3DS leikjatölvan frá Nintendo einnig slegið í gegn og selst í ríflega 22 milljónum eintaka síðan hún fór á markað í fyrra. Nintendo er stórhuga þegar kemur að Wii U leikjatölvunni. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að halda í við leikjatölvur Sony og Microsoft en nú hefur Nintendo blásið til stórsóknar. Fyrirtækið hefur einnig kynnt minni og nettari útgáfu af Wii leikjatölvunni. Hún mun fara í almenna sölu á næstu vikum og kosta einungis 100 dollara í Bandaríkjunum. Wii U er að mörgu leyti byltingarkennt raftæki og er henni hampað sem nýrri kynslóð leikjatölva. Fjarstýring hennar er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er notendaviðmótið blásið upp og stækkað en um leið er höfuðáhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wii U hér fyrir ofan.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið