Viðskipti erlent

Um 300 flugliðar í hópmálsókn gegn SAS flugfélaginu

Um 300 flugliðar hjá SAS flugfélaginu hafa fengið leyfi borgardóms Kaupmannahafnar til þess að fara í hópmálsókn gegn félaginu.

Viðkomandi flugliðar eru allir komnir á eftirlaun og snýst málsóknin um vanefndir SAS á að uppfylla eftirlaunasamninga sem gerðir voru við þessa flugliða.

Fyrir þremur árum ákvað SAS einhliða að skera niður framlag félagsins í eftirlaunasjóð flugliðanna. Þessi ákvörðun er talin hafa kostað hvern þeirra að meðaltali um 25.000 danskar krónur eða yfir hálfa milljón króna. Vilja þeir endurheimta þetta fé með málsókninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×