Eitthvað við sitt hæfi Magnús Halldórsson skrifar 26. nóvember 2012 23:39 Veturinn 2004 til 2005 vann ég meðfram háskólanámi við knattspyrnuþjálfun hjá Breiðabliki, þjálfaði ásamt öðrum 6. flokk karla sem í eru 9 og 10 ára strákar. Þetta var skemmtilegur hópur og stór, ríflega 120 strákar úr nokkrum skólum í Kópavogi. Þegar veturinn var ríflega hálfnaður kom þjálfari frá hollenska íþróttafélaginu Feyenoord frá Rotterdam í heimsókn og miðlaði þekkingu sinni til þjálfara, iðkenda og félagsmanna almennt. Þetta var minnisstæð heimsókn fyrir margra hluta sakir.Innan rammans Aðferðafræðin hjá honum var athyglisverð og sýnin á starf með ungum krökkum minnisstæð, en hann hafði lengi starfað sem einn aðalþjálfara Feyenoord hjá yngstu iðkendunum og naut virðingar í heimalandi sínu fyrir störf sín. Það sem helst sat eftir, og ég hef oft fært hugann að síðan, var tiltölulega einföld nálgun þar sem markmiðið var leikur með einbeittri og góðri kennslu, og síðan aðalatriðið, sem var að allir skemmtu sér vel og gætu alltaf fundið „eitthvað við sitt hæfi" innan ramma æfingarinnar. Hann sagðist haga klukkustundarlöngum æfingum eftir þrískiptu skipulagi. Fyrstu 20 mínúturnar byggðu á því að allir hefðu bolta og léku sér algjörlega frjálst. Það eina sem hann gerði var að sjá til þess að allir væru alveg örugglega að leika sér með boltann, en ekki að gera eitthvað annað! Allir máttu gera hvað sem er, henda boltanum upp í loftið, skalla eða sparka, reyna að sparka langt eða stutt, hlaupa eða labba með boltann. Engar takmarkanir, algjört frjálsræði.Svínið í miðjunni Að þessu loknu tók við 20 mínútna útfærsla af „svíninu í miðjunni" (pig in the middle, reitabolti), eins og það er gjarnan kallað erlendis, þar sem einn þátttakandi er inn í miðjunni og þrír aðrir – helst ekki fleiri sagði þjálfarinn – áttu að reyna að senda boltann á milli sín án þess að sá sem væri inn í miðjunni næði boltanum. Þeir sem voru utan miðjunnar máttu hreyfa sig að vild á línunum sem ferhyrndur reiturinn myndaði. Til viðbótar var síðan alltaf einn bolti inn í miðju reitsins, upp á keilu, sem sá í miðjunni átti verja fyrir atlögu þeirra sem voru að senda á milli á línum reitsins (við þjálfararnir höfðum ekki oft séð þessa æfingu notaða hér á landi fyrr). Sem sagt; Þeir sem voru á línunum í reitnum áttu að reyna að senda á milli, og sparka boltanum í boltann upp á keilunni, ef færi gafst. Sá sem var í miðjunni átti að reyna að ná boltanum af þeim sem voru á línunum, og verja boltann inn í miðjunni.Ekki stjórnlausar ótemjur Þjálfarinn sagði þetta búa til réttan hvata fyrir æfinguna, það er að það megi ekki hlaupa stjórnlaust eins og ótemja um allt til þess að ná boltanum af andstæðingnum, heldur þyrfti að gera það skipulega og hugsa um leið um hvert og hvenær væri verið að hlaupa. Það sama gilti um þá sem væru á línunum, þeir þyrftu að hugsa um tvennt í einu. Þetta var sum sé æfing fyrir hugann öðru fremur. Svo bætti hann einu við: Það er heldur ekki eins auðvelt að gera lítið úr þeim sem ekki eru komnir eins langt og hinir með þessum hætti. Menn læra að bera virðingu fyrir ólíkum styrkleikum og veikleikum. Einn er góður að senda, annar að verja boltann og hinn að hreyfa sig á línunum – já eða allt í einu – osvfrv. Aðalmarkmiðið var að fá alla til þess skilja æfinguna áður en byrjað var á henni, og iðkendur áttu síðan að leysa málin sjálfir – þó með kennslu þegar þess þyrfti. Þegar þessari æfingu lauk, þá var spilað á litlum völlum í 20 mínútur, á lítil mörk með hámark fjóra á móti fjórum í liði. Þjálfarinn sagðist fyrst og fremst horfa eftir því að koma í veg fyrir rifrildi og reyna að sjá til þess að allir hegðuðu sér vel, og liði vel. Hitt kæmi að sjálfu sér. Úrslitin skiptu engu, frjálsræðið öllu.Viðhorfið situr eftir Ástæðan fyrir því að þessi stutta heimsókn hollenska þjálfarans er mér minnisstæð var ekki endilega fótboltinn eða aðferðafræðin, þó hún hafi reyndar verið áhugaverð og skemmtileg. Heldur miklu frekar viðhorfið og kjarninn í sýn hans á starfið með krökkum. Það er að reyna eftir fremsta megni að skapa þær aðstæður að allir geti fundið „eitthvað við sitt hæfi" og líði vel. Ég hef velt því fyrir mér, þá ekki síst sem foreldri (og fyrrum nemandi á öllum skólastigum!), hvort það geti verið að það þurfi að gefa þessum kjarna meira vægi í skólastarfi og mati á gæðum skólastarfs yfir höfuð. Það er að haga skólastarfi þannig að einstaklingar njóti sín og fái að nota styrkleika sína og þjálfa veikleika, en umfram allt hafi sjálfstraust í víðasta skilningi.Ólík greindarsvið Ekkert er algilt í þessum efnum, og margar undtekningar sem sanna regluna. Eitt held ég þó að sé næstum óumdeilt þegar kemur að skóla- og kennslustarfi. Það er kenningin um ólík greindarsvið, það er að einstaklingar geti verið með mikla styrkleika á tilteknum sviðum, en veikleika á öðrum. Ég held að það sé svo til óumdeilt að allir eru sérstakir að þessu leyti, og að engin staðalímynd af einstaklingum er til í sjálfu sér. En stóra spurningin er, hvernig þessi veruleiki, þ.e. viðurkenning á því að einstaklingar hafi ólíka styrkleika og veikleika á tilteknum greindarsviðum, samræmist uppbyggingu skólastarfsins eins og það er hér á Íslandi, og raunar víðar. Nokkrir punktar:1. Skólastarf skiptir samfélagið meira máli en allt annað skipulagt starf sem fram fer í samfélaginu. Frá um tveggja ára aldri, og fram til 16 ára aldurs, eru börn undir handleiðslu fagfólks á sviði kennslu (Ég get ekki fullyrt um aðra foreldra en mig, en þegar börnin eru farin að dvelja stóran hluta dagsins á leikskóla og síðan grunnskóla, þá vakna margar spurningar um skólastarfið og samfélagslegt mikilvægi þess, sem kannski gerðu það ekki áður en foreldrahlutverkið bar að garði) Sé framhaldsskóla- og háskólastigið, sem kostuð eru af ríkissjóði, meðtalin þá eru einstaklingar þátttakendur í skólastarfi langt fram að þrítugu. Doktorsnámið er síðan fram á fertugsaldurinn oftast nær, ef námið er tekið í einni samfelldri lotu það er að segja (endurmenntun kemur svo til viðbótar). Þetta starf er kostað með sameiginlegum sjóðum íbúa, á barnsaldri af nærsamfélögunum, og síðan af ríkissjóði þegar lengra er komið og fólk er komið á fullorðins ár. Starfið er undirstaða samfélagsins, hvorki meira né minna. Uppspretta aukinnar þekkingar einstaklinga.2. Eðlilegt er að opinber námskrá sé fyrir hendi fyrir leikskóla- og grunnskólanám, vitaskuld, og mér sýnist, eftir skoðun á námskránum og lögunum um þær, að hugmyndin sé sú að námskrárnar séu „dínamískar", þ.e. að þær séu reglulega uppfærðar í takt við bestu þekkingu á hverjum tíma. Vandamálið er þó það, að opinber leiðarvísir um kennsluefni og áherslur í skólastarfi, getur aldrei verið fullkomlega samræmanlegur ólíkum einstaklingum sem þurfa ólíka meðhöndlun. Þar getur leiðarvísirinn beinlínis heft tiltekna hópa, en stuðlað að mikilli örvun og þroska hjá öðrum. Góður kennari þarf að glíma við þetta og haga sínu starfi eftir aðstæðum, en þó eftir því sem leiðarvísirinn leyfir (mín tilfinning er sú að sífellt sé verið að gera meiri faglegar kröfur til kennara, ekki síst á leikskóla- og grunnskólastigi, án þess að stjórnmálamenn skilji það almennilega). Ég held að það sé of algengt að sveitarstjórnarfólk, sem stýrir á því valdasviði stjórnsýslunnar sem er með leikskóla- og grunnskólastigið á sínu borði, gangi að skólastarfi sem sjálfsögðum hlut. Með því á ég við, að það sé til opinber leiðarvísir (námskrár) sem móti nálgunina í skólastarfinu sem á að vera fyrir hendi á hverjum tíma, og það sé kannski ekki of mikið svigrúm fyrir frumkvöðlastarf og nýja nálgun – að mati sveitarstjórnarfólksins. Þetta held ég að þurfi að laga. Sveitarstjórnarfólk ætti að leggja áherslu á að búa yfir mikilli þekkingu á skólastarfi, sé mið tekið af hlutfallslegri stærð málaflokksins á sveitarstjórnarstiginu. Ekki er hægt að gera kröfu um að allir hafi sérfræðiþekkingu á þessu sviði, þ.e. langskólamenntun eða reynslu, en þá verða þeir að reyna eftir fremsta megni að tileinka sér meiri þekkingu og móta sér sýn á skólastarfið, og kynna hana fyrir íbúum, kjósendum. Rökin fyrir þessari tilfinningu minni eru fyrst og fremst þau, að mér finnst opinber umræða um faglega hluta skólastarfsins, innan sveitarstjórnarstigsins og meðal kjörinna fulltrúa þar, ekki vera lífleg, opin eða aðgengileg. Hana þarf að stórefla. Það eru í raun skilyrði fyrir því að skólastarf geti orðið að forgangsmáli í huga kjörinna fulltrúa og almennings, því þannig fá kjörnir fulltrúar viðbrögð frá kjósendum, gagnrýni eða hrós, eða almennar athugasemdir. Umræðan verður dýpri og skilur meira eftir sig. Það mætti útfæra þetta með ýmsum hætti. Til dæmis gætu allir kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi í landinu fengið heimaverkefni í hendur, þar sem þeir myndu fá tíma til þess að skrifa stutta ritgerð um skólastarfið og þeirra sýn á það. Þetta væri svo birt opinberlega á vef sveitarstjórna, þar sem íbúar gætu kynnt sér sjónarmið kjörinna fulltrúa í þessum langsamlega stærsta og mikilvægasta málaflokki sveitarstjórnarstigsins, þekkingu þeirra og stefnu. Þetta væri í það minnsta góður grunnur að frekari umræðu um skólastarf og um leið myndi sýn stjórnmálamanna – þeirra sem ráða forgangsröðuninni – blasa við kjósendum. Hugsanlega gæti þetta afhjúpað veikleika hjá stjórnmálamönnum og sett styrkleika undir kastljósið.3. Vel má líka hugsa sér að þörf sé á algjörlega nýrri sýn á skólastarfið vegna tækniþróunar á síðustu árum. Miðlun á námsefni er dæmi þar um. Er hugsanlegt að kennari geti náð betri árangri með því að nota miðlun efnis með öðrum hætti en gert er nú, þar sem kennarinn er í kennslustundum að kynna efnið, dreifa því oft á tíðum á pappírsformi og fylgjast með öllum nemendum um leið? Getur verið að það séu komin fram tól, einkum tölvur, sem ættu að geta létt á „kynningarhlutverki" kennarans og stuðlað að því að hann sé frekar í því að fylgjast náið með því hvernig nemendum líður, hvernig þeir eru að skilja kennsluefnið og þá brugðist við eftir þörfum? Ég held að það sé hugsanlegt (Sjá má áhugaverða umfjöllun 60 minutes um aðferðafræði í kennslu, byggða á nýrri tölvutækni, hér.) Kennarar eru þegar byrjaðir að ræða um þetta, sérstaklega þegar kemur að spjaldtölvunum, sem eru þægilegar í notkun fyrir börn, og á nokkrum stöðum hér á landi er byrjað að vinna með þær. Tölvurnar eru þó engin endanleg lausn á neinum vandamálum, heldur frekar hugsanlega gott hjálpartæki.4. Mæling á gæðum skólastarfs er erfið, vegna þess sem áður segir um ólíka styrkleika og veikleika einstaklinga. Hér á landi hafa samræmd próf verið notuð stíft og til þeirra horft og eftir þeim farið þegar kemur að framhaldsskólastiginu, þó það hafi reyndar sveiflast svolítið eftir tímabilum. Þetta er vandmeðfarið og aftur er vel hugsanlegt, að útkoma í samræmdum prófum, stöðluðum og framsettum af hinu opinbera, segi lítið um gæði kennslu eða almennt um hæfni nemenda, nema þá á tilteknum greindarsviðum. Þannig getur nemandi sem fær einkunnina 6 af 10 að meðaltali í samræmdum prófum um margt verið afburðahæfur nemandi, þó hann sé með veikleika á nákvæmlega þeim sviðum sem prófuð voru. Þá getur það líka verið afburðaárangur hjá honum að fá 6 að meðaltali, á grundvelli hans styrkleika, sem liggja á öðrum sviðum. Mér finnst yfirleitt lítið fara fyrir umræðu um þetta, þ.e. grunnupplýsingarnar um nemendasamsetninguna að baki meðaltaltölum hvers skóla. Þá umræðu mætti efla, ekki síst til þess að efla sjálfstraust þeirra nemenda sem búa yfir styrkleikum á sviðum sem skólakerfið sinnir kannski ekki nægilega vel. Líka til þess að fá áreiðanlegri upplýsingar til þess að svara því, hvort skólastarfið sé gott eða slæmt í raun.5. Listnám, s.s. tónlistarnám, er á borði sveitarstjórnarstigsins að mestu leyti. Í það minnsta á grunnskólaaldri. Nær öll íþróttaaðstaða, s.s. íþróttahallir fyrir margar tegundir íþrótta og síðan íþróttavellir, er eign sveitarfélaga og reksturinn hvílir á þeim. Víða um heim er samrekstur á þessu, sérstaklega íþróttastarfinu og skólastarfinu. Víðs vegar taka börn þátt í íþróttaviðburðum fyrir skóla sína, en ekki tiltekin íþróttafélög, og æfingar eru inn í stundaskrá skóla. Þó þetta fyrirkomulag sé ekki fyrir hendi hér á land, þá mætti vel hugsa sér að íþróttastarf sé fellt inn í skólastarfið í meira mæli. Þannig gæti verið hægt að nýta upplýsingar um styrkleika og veikleika iðkenda í íþróttum úr skólastarfinu, og hjálpa þannig til og nýta góða íþróttaaðstöðu sem er í landinu enn betur. Sama má segja um listnám. Það mætti gera því enn hærra undir höfði og fella það alveg inn í skólastarfið. Hugsanlega væri hægt að spara peninga, en það er þó ekki aðalatriðið. Betra væri að fá meira fyrir sama pening. Ég hef aldrei almennilega skilið, hvers vegna sveitarfélög telja sig geta eytt mörg hundruð milljónum í stórkostlega íþróttaaðstöðu, en eru síðan mörg hver með lélega vinnuaðstöðu í skólum, svo sem ónýtar tölvur. Getur verið að vanþekking sveitarstjórnarmanna sé orsökin á þessari röngu forgangsröðun? Hugsanlega.Metnaðarfullt Því betur er skólastarf á Íslandi metnaðarfullt í alþjóðlegum samanburði, á margan hátt. Það er þó hægt að gera betur. Allir eiga að hafa rétt á því að finna „eitthvað við sitt hæfi", sem var leiðarljós hollenska þjálfarans sem kom í heimsókn til Breiðabliks, og öðlast sjálfstraust út frá eigin getu, en ekki sérstökum opinberum leiðarvísi. Í það minnsta er það mín skoðun, en ég hef ekki neina sérfræðiþekkingu á skólastarfi, svo því sé til haga haldið. Þessar pælingar mínar eru hugsaðar sem innlegg í umræðu um skólastarf, sem oft fær lítið sem ekkert vægi í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það blasi við, að metnaðarfullt skólastarf leggi grunn að framförum og hagsæld þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Veturinn 2004 til 2005 vann ég meðfram háskólanámi við knattspyrnuþjálfun hjá Breiðabliki, þjálfaði ásamt öðrum 6. flokk karla sem í eru 9 og 10 ára strákar. Þetta var skemmtilegur hópur og stór, ríflega 120 strákar úr nokkrum skólum í Kópavogi. Þegar veturinn var ríflega hálfnaður kom þjálfari frá hollenska íþróttafélaginu Feyenoord frá Rotterdam í heimsókn og miðlaði þekkingu sinni til þjálfara, iðkenda og félagsmanna almennt. Þetta var minnisstæð heimsókn fyrir margra hluta sakir.Innan rammans Aðferðafræðin hjá honum var athyglisverð og sýnin á starf með ungum krökkum minnisstæð, en hann hafði lengi starfað sem einn aðalþjálfara Feyenoord hjá yngstu iðkendunum og naut virðingar í heimalandi sínu fyrir störf sín. Það sem helst sat eftir, og ég hef oft fært hugann að síðan, var tiltölulega einföld nálgun þar sem markmiðið var leikur með einbeittri og góðri kennslu, og síðan aðalatriðið, sem var að allir skemmtu sér vel og gætu alltaf fundið „eitthvað við sitt hæfi" innan ramma æfingarinnar. Hann sagðist haga klukkustundarlöngum æfingum eftir þrískiptu skipulagi. Fyrstu 20 mínúturnar byggðu á því að allir hefðu bolta og léku sér algjörlega frjálst. Það eina sem hann gerði var að sjá til þess að allir væru alveg örugglega að leika sér með boltann, en ekki að gera eitthvað annað! Allir máttu gera hvað sem er, henda boltanum upp í loftið, skalla eða sparka, reyna að sparka langt eða stutt, hlaupa eða labba með boltann. Engar takmarkanir, algjört frjálsræði.Svínið í miðjunni Að þessu loknu tók við 20 mínútna útfærsla af „svíninu í miðjunni" (pig in the middle, reitabolti), eins og það er gjarnan kallað erlendis, þar sem einn þátttakandi er inn í miðjunni og þrír aðrir – helst ekki fleiri sagði þjálfarinn – áttu að reyna að senda boltann á milli sín án þess að sá sem væri inn í miðjunni næði boltanum. Þeir sem voru utan miðjunnar máttu hreyfa sig að vild á línunum sem ferhyrndur reiturinn myndaði. Til viðbótar var síðan alltaf einn bolti inn í miðju reitsins, upp á keilu, sem sá í miðjunni átti verja fyrir atlögu þeirra sem voru að senda á milli á línum reitsins (við þjálfararnir höfðum ekki oft séð þessa æfingu notaða hér á landi fyrr). Sem sagt; Þeir sem voru á línunum í reitnum áttu að reyna að senda á milli, og sparka boltanum í boltann upp á keilunni, ef færi gafst. Sá sem var í miðjunni átti að reyna að ná boltanum af þeim sem voru á línunum, og verja boltann inn í miðjunni.Ekki stjórnlausar ótemjur Þjálfarinn sagði þetta búa til réttan hvata fyrir æfinguna, það er að það megi ekki hlaupa stjórnlaust eins og ótemja um allt til þess að ná boltanum af andstæðingnum, heldur þyrfti að gera það skipulega og hugsa um leið um hvert og hvenær væri verið að hlaupa. Það sama gilti um þá sem væru á línunum, þeir þyrftu að hugsa um tvennt í einu. Þetta var sum sé æfing fyrir hugann öðru fremur. Svo bætti hann einu við: Það er heldur ekki eins auðvelt að gera lítið úr þeim sem ekki eru komnir eins langt og hinir með þessum hætti. Menn læra að bera virðingu fyrir ólíkum styrkleikum og veikleikum. Einn er góður að senda, annar að verja boltann og hinn að hreyfa sig á línunum – já eða allt í einu – osvfrv. Aðalmarkmiðið var að fá alla til þess skilja æfinguna áður en byrjað var á henni, og iðkendur áttu síðan að leysa málin sjálfir – þó með kennslu þegar þess þyrfti. Þegar þessari æfingu lauk, þá var spilað á litlum völlum í 20 mínútur, á lítil mörk með hámark fjóra á móti fjórum í liði. Þjálfarinn sagðist fyrst og fremst horfa eftir því að koma í veg fyrir rifrildi og reyna að sjá til þess að allir hegðuðu sér vel, og liði vel. Hitt kæmi að sjálfu sér. Úrslitin skiptu engu, frjálsræðið öllu.Viðhorfið situr eftir Ástæðan fyrir því að þessi stutta heimsókn hollenska þjálfarans er mér minnisstæð var ekki endilega fótboltinn eða aðferðafræðin, þó hún hafi reyndar verið áhugaverð og skemmtileg. Heldur miklu frekar viðhorfið og kjarninn í sýn hans á starfið með krökkum. Það er að reyna eftir fremsta megni að skapa þær aðstæður að allir geti fundið „eitthvað við sitt hæfi" og líði vel. Ég hef velt því fyrir mér, þá ekki síst sem foreldri (og fyrrum nemandi á öllum skólastigum!), hvort það geti verið að það þurfi að gefa þessum kjarna meira vægi í skólastarfi og mati á gæðum skólastarfs yfir höfuð. Það er að haga skólastarfi þannig að einstaklingar njóti sín og fái að nota styrkleika sína og þjálfa veikleika, en umfram allt hafi sjálfstraust í víðasta skilningi.Ólík greindarsvið Ekkert er algilt í þessum efnum, og margar undtekningar sem sanna regluna. Eitt held ég þó að sé næstum óumdeilt þegar kemur að skóla- og kennslustarfi. Það er kenningin um ólík greindarsvið, það er að einstaklingar geti verið með mikla styrkleika á tilteknum sviðum, en veikleika á öðrum. Ég held að það sé svo til óumdeilt að allir eru sérstakir að þessu leyti, og að engin staðalímynd af einstaklingum er til í sjálfu sér. En stóra spurningin er, hvernig þessi veruleiki, þ.e. viðurkenning á því að einstaklingar hafi ólíka styrkleika og veikleika á tilteknum greindarsviðum, samræmist uppbyggingu skólastarfsins eins og það er hér á Íslandi, og raunar víðar. Nokkrir punktar:1. Skólastarf skiptir samfélagið meira máli en allt annað skipulagt starf sem fram fer í samfélaginu. Frá um tveggja ára aldri, og fram til 16 ára aldurs, eru börn undir handleiðslu fagfólks á sviði kennslu (Ég get ekki fullyrt um aðra foreldra en mig, en þegar börnin eru farin að dvelja stóran hluta dagsins á leikskóla og síðan grunnskóla, þá vakna margar spurningar um skólastarfið og samfélagslegt mikilvægi þess, sem kannski gerðu það ekki áður en foreldrahlutverkið bar að garði) Sé framhaldsskóla- og háskólastigið, sem kostuð eru af ríkissjóði, meðtalin þá eru einstaklingar þátttakendur í skólastarfi langt fram að þrítugu. Doktorsnámið er síðan fram á fertugsaldurinn oftast nær, ef námið er tekið í einni samfelldri lotu það er að segja (endurmenntun kemur svo til viðbótar). Þetta starf er kostað með sameiginlegum sjóðum íbúa, á barnsaldri af nærsamfélögunum, og síðan af ríkissjóði þegar lengra er komið og fólk er komið á fullorðins ár. Starfið er undirstaða samfélagsins, hvorki meira né minna. Uppspretta aukinnar þekkingar einstaklinga.2. Eðlilegt er að opinber námskrá sé fyrir hendi fyrir leikskóla- og grunnskólanám, vitaskuld, og mér sýnist, eftir skoðun á námskránum og lögunum um þær, að hugmyndin sé sú að námskrárnar séu „dínamískar", þ.e. að þær séu reglulega uppfærðar í takt við bestu þekkingu á hverjum tíma. Vandamálið er þó það, að opinber leiðarvísir um kennsluefni og áherslur í skólastarfi, getur aldrei verið fullkomlega samræmanlegur ólíkum einstaklingum sem þurfa ólíka meðhöndlun. Þar getur leiðarvísirinn beinlínis heft tiltekna hópa, en stuðlað að mikilli örvun og þroska hjá öðrum. Góður kennari þarf að glíma við þetta og haga sínu starfi eftir aðstæðum, en þó eftir því sem leiðarvísirinn leyfir (mín tilfinning er sú að sífellt sé verið að gera meiri faglegar kröfur til kennara, ekki síst á leikskóla- og grunnskólastigi, án þess að stjórnmálamenn skilji það almennilega). Ég held að það sé of algengt að sveitarstjórnarfólk, sem stýrir á því valdasviði stjórnsýslunnar sem er með leikskóla- og grunnskólastigið á sínu borði, gangi að skólastarfi sem sjálfsögðum hlut. Með því á ég við, að það sé til opinber leiðarvísir (námskrár) sem móti nálgunina í skólastarfinu sem á að vera fyrir hendi á hverjum tíma, og það sé kannski ekki of mikið svigrúm fyrir frumkvöðlastarf og nýja nálgun – að mati sveitarstjórnarfólksins. Þetta held ég að þurfi að laga. Sveitarstjórnarfólk ætti að leggja áherslu á að búa yfir mikilli þekkingu á skólastarfi, sé mið tekið af hlutfallslegri stærð málaflokksins á sveitarstjórnarstiginu. Ekki er hægt að gera kröfu um að allir hafi sérfræðiþekkingu á þessu sviði, þ.e. langskólamenntun eða reynslu, en þá verða þeir að reyna eftir fremsta megni að tileinka sér meiri þekkingu og móta sér sýn á skólastarfið, og kynna hana fyrir íbúum, kjósendum. Rökin fyrir þessari tilfinningu minni eru fyrst og fremst þau, að mér finnst opinber umræða um faglega hluta skólastarfsins, innan sveitarstjórnarstigsins og meðal kjörinna fulltrúa þar, ekki vera lífleg, opin eða aðgengileg. Hana þarf að stórefla. Það eru í raun skilyrði fyrir því að skólastarf geti orðið að forgangsmáli í huga kjörinna fulltrúa og almennings, því þannig fá kjörnir fulltrúar viðbrögð frá kjósendum, gagnrýni eða hrós, eða almennar athugasemdir. Umræðan verður dýpri og skilur meira eftir sig. Það mætti útfæra þetta með ýmsum hætti. Til dæmis gætu allir kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi í landinu fengið heimaverkefni í hendur, þar sem þeir myndu fá tíma til þess að skrifa stutta ritgerð um skólastarfið og þeirra sýn á það. Þetta væri svo birt opinberlega á vef sveitarstjórna, þar sem íbúar gætu kynnt sér sjónarmið kjörinna fulltrúa í þessum langsamlega stærsta og mikilvægasta málaflokki sveitarstjórnarstigsins, þekkingu þeirra og stefnu. Þetta væri í það minnsta góður grunnur að frekari umræðu um skólastarf og um leið myndi sýn stjórnmálamanna – þeirra sem ráða forgangsröðuninni – blasa við kjósendum. Hugsanlega gæti þetta afhjúpað veikleika hjá stjórnmálamönnum og sett styrkleika undir kastljósið.3. Vel má líka hugsa sér að þörf sé á algjörlega nýrri sýn á skólastarfið vegna tækniþróunar á síðustu árum. Miðlun á námsefni er dæmi þar um. Er hugsanlegt að kennari geti náð betri árangri með því að nota miðlun efnis með öðrum hætti en gert er nú, þar sem kennarinn er í kennslustundum að kynna efnið, dreifa því oft á tíðum á pappírsformi og fylgjast með öllum nemendum um leið? Getur verið að það séu komin fram tól, einkum tölvur, sem ættu að geta létt á „kynningarhlutverki" kennarans og stuðlað að því að hann sé frekar í því að fylgjast náið með því hvernig nemendum líður, hvernig þeir eru að skilja kennsluefnið og þá brugðist við eftir þörfum? Ég held að það sé hugsanlegt (Sjá má áhugaverða umfjöllun 60 minutes um aðferðafræði í kennslu, byggða á nýrri tölvutækni, hér.) Kennarar eru þegar byrjaðir að ræða um þetta, sérstaklega þegar kemur að spjaldtölvunum, sem eru þægilegar í notkun fyrir börn, og á nokkrum stöðum hér á landi er byrjað að vinna með þær. Tölvurnar eru þó engin endanleg lausn á neinum vandamálum, heldur frekar hugsanlega gott hjálpartæki.4. Mæling á gæðum skólastarfs er erfið, vegna þess sem áður segir um ólíka styrkleika og veikleika einstaklinga. Hér á landi hafa samræmd próf verið notuð stíft og til þeirra horft og eftir þeim farið þegar kemur að framhaldsskólastiginu, þó það hafi reyndar sveiflast svolítið eftir tímabilum. Þetta er vandmeðfarið og aftur er vel hugsanlegt, að útkoma í samræmdum prófum, stöðluðum og framsettum af hinu opinbera, segi lítið um gæði kennslu eða almennt um hæfni nemenda, nema þá á tilteknum greindarsviðum. Þannig getur nemandi sem fær einkunnina 6 af 10 að meðaltali í samræmdum prófum um margt verið afburðahæfur nemandi, þó hann sé með veikleika á nákvæmlega þeim sviðum sem prófuð voru. Þá getur það líka verið afburðaárangur hjá honum að fá 6 að meðaltali, á grundvelli hans styrkleika, sem liggja á öðrum sviðum. Mér finnst yfirleitt lítið fara fyrir umræðu um þetta, þ.e. grunnupplýsingarnar um nemendasamsetninguna að baki meðaltaltölum hvers skóla. Þá umræðu mætti efla, ekki síst til þess að efla sjálfstraust þeirra nemenda sem búa yfir styrkleikum á sviðum sem skólakerfið sinnir kannski ekki nægilega vel. Líka til þess að fá áreiðanlegri upplýsingar til þess að svara því, hvort skólastarfið sé gott eða slæmt í raun.5. Listnám, s.s. tónlistarnám, er á borði sveitarstjórnarstigsins að mestu leyti. Í það minnsta á grunnskólaaldri. Nær öll íþróttaaðstaða, s.s. íþróttahallir fyrir margar tegundir íþrótta og síðan íþróttavellir, er eign sveitarfélaga og reksturinn hvílir á þeim. Víða um heim er samrekstur á þessu, sérstaklega íþróttastarfinu og skólastarfinu. Víðs vegar taka börn þátt í íþróttaviðburðum fyrir skóla sína, en ekki tiltekin íþróttafélög, og æfingar eru inn í stundaskrá skóla. Þó þetta fyrirkomulag sé ekki fyrir hendi hér á land, þá mætti vel hugsa sér að íþróttastarf sé fellt inn í skólastarfið í meira mæli. Þannig gæti verið hægt að nýta upplýsingar um styrkleika og veikleika iðkenda í íþróttum úr skólastarfinu, og hjálpa þannig til og nýta góða íþróttaaðstöðu sem er í landinu enn betur. Sama má segja um listnám. Það mætti gera því enn hærra undir höfði og fella það alveg inn í skólastarfið. Hugsanlega væri hægt að spara peninga, en það er þó ekki aðalatriðið. Betra væri að fá meira fyrir sama pening. Ég hef aldrei almennilega skilið, hvers vegna sveitarfélög telja sig geta eytt mörg hundruð milljónum í stórkostlega íþróttaaðstöðu, en eru síðan mörg hver með lélega vinnuaðstöðu í skólum, svo sem ónýtar tölvur. Getur verið að vanþekking sveitarstjórnarmanna sé orsökin á þessari röngu forgangsröðun? Hugsanlega.Metnaðarfullt Því betur er skólastarf á Íslandi metnaðarfullt í alþjóðlegum samanburði, á margan hátt. Það er þó hægt að gera betur. Allir eiga að hafa rétt á því að finna „eitthvað við sitt hæfi", sem var leiðarljós hollenska þjálfarans sem kom í heimsókn til Breiðabliks, og öðlast sjálfstraust út frá eigin getu, en ekki sérstökum opinberum leiðarvísi. Í það minnsta er það mín skoðun, en ég hef ekki neina sérfræðiþekkingu á skólastarfi, svo því sé til haga haldið. Þessar pælingar mínar eru hugsaðar sem innlegg í umræðu um skólastarf, sem oft fær lítið sem ekkert vægi í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það blasi við, að metnaðarfullt skólastarf leggi grunn að framförum og hagsæld þjóða.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun