Tom Watson telur að golfið eigi ekkert erindi á ÓL 5. desember 2012 23:00 Tom Watson. Nordic Photos / Getty Images Tom Watson, einn þekktasti kylfingur allra tíma, er á þeirri skoðun að golfíþróttin eigi ekki að vera hluti af ólympíuleikunum. Bandaríski kylfingurinn, sem sigrað hefur á átta risamótum á ferlinum, telur að ÓL eigi að vera vettvangur fyrir áhugamenn en ekki atvinnumenn. Keppt verður í golfi á ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 og það er mat Watson að sú athygli sem golfkeppnin á ÓL muni fá verði til þess að minnka áhuga almennings á risamótunum fjórum. Masters-mótinu, opna breska meistaramótinu, opna bandaríska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. „Að mínu mati ætti golf ekki að vera hluti af keppnisdagskrá ÓL," sagði Watson við blaðamenn í Sydney í Ástralíu í gær en þar tekur hann þátt á opna ástralska meistaramótinu. „Í mínum huga eru ólympíuleikar frjálsíþróttakeppni en ekki keppni í golfi – ef ég á að vera hreinskilin," sagði Watson. „Við erum með fjögur risamót sem eru þau mikilvægustu. Ef við bætum við því fimmta mun það hafa slæm áhrif á hin fjögur," bætti hann við. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tom Watson, einn þekktasti kylfingur allra tíma, er á þeirri skoðun að golfíþróttin eigi ekki að vera hluti af ólympíuleikunum. Bandaríski kylfingurinn, sem sigrað hefur á átta risamótum á ferlinum, telur að ÓL eigi að vera vettvangur fyrir áhugamenn en ekki atvinnumenn. Keppt verður í golfi á ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 og það er mat Watson að sú athygli sem golfkeppnin á ÓL muni fá verði til þess að minnka áhuga almennings á risamótunum fjórum. Masters-mótinu, opna breska meistaramótinu, opna bandaríska meistaramótinu og PGA-meistaramótinu. „Að mínu mati ætti golf ekki að vera hluti af keppnisdagskrá ÓL," sagði Watson við blaðamenn í Sydney í Ástralíu í gær en þar tekur hann þátt á opna ástralska meistaramótinu. „Í mínum huga eru ólympíuleikar frjálsíþróttakeppni en ekki keppni í golfi – ef ég á að vera hreinskilin," sagði Watson. „Við erum með fjögur risamót sem eru þau mikilvægustu. Ef við bætum við því fimmta mun það hafa slæm áhrif á hin fjögur," bætti hann við.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira