Körfubolti

Þessi ljósmynd gæti komið Parker og Duncan í vandræði

Tony Parker og Tim Duncan, leikmenn NBA liðsins San Antonio Spurs, gætu þurft að svara fyrir mynd sem birt var af þeim á mánudaginn.
Tony Parker og Tim Duncan, leikmenn NBA liðsins San Antonio Spurs, gætu þurft að svara fyrir mynd sem birt var af þeim á mánudaginn. REDDIT
Tony Parker og Tim Duncan, leikmenn NBA liðsins San Antonio Spurs, gætu þurft að svara fyrir mynd sem birt var af þeim á mánudaginn. Á myndinni miða þeir Parker og Duncan leikfangabyssum að manni sem er klæddur eins og hinn vel þekkti NBA dómari, Joey Crawford.

Forráðamenn NBA deildarinnar sektuðu San Antonio nýverið um 30 milljónir kr. þar sem að fjórir lykilmenn liðsins voru hvíldir gegn meistaraliði Miami Heat – og þar komu þeir Parker og Duncan einnig við sögu.

Duncan og Crawford hafa lent í ýmsum deilum á löngum ferli þeirra beggja í NBA deildinni. Þekkt er þegar Crawford vísaði Duncan til búningsherbergja fyrir það að hlægja á varamannabekk San Antonio Spurs. Duncan hélt því fram að Crafword hefði boðist til þess að slást við hann í umræddum leik.

Í kjölfarið var Crawford settur á hliðarlínuna af dómaranefnd NBA á meðan málið var rannsakað og fékk hann ekki að dæma í NBA deildinni í fimm mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×