Enginn bilbugur á norðanmönnum 16. desember 2012 23:15 Guðrún Una Jónsdóttir minnir ættingjana á að setja veiðidót í jólapakkana. Mynd / Úr einkasafni. Þótt blikur séu á lofti í stangaveiðiheiminum segist formaður Stangaveiðifélags Akureyrar síður en svo eiga von á samdrætti í sölu á svæðum félagsins. "Við erum eingöngu með silungsveiðiár á okkar höndum og á ég nú ekki von á að samdráttur verði í þeim ám nema síður sé. Tel ekki ólíklegt að laxveiðimenn munu að einhverju leyti leita meira í silunginn þar sem mér sýnist að dýrtíðin ætli að halda áfram í flestum laxveiðiám landslins," segir Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. SVAK er að byrja að undirbúa forsölu í Ólafsfjarðará sem félagið er með á leigu ásamt Veiðifélaginu Flugunni. Guðrún Una segir forsöluna munu hefjast í lok janúar eða byrjun febrúar. "Við sögðum Hofsá í Skagafirði upp í nóvember síðastliðinn þannig hún verður ekki á okkar vegum næsta sumar. Aðrar fastar ár í umboðssölu hjá okkur munu svo detta inn þegar líður á veturinn en þar má til dæmis nefna Hörgá, Svarfaðardalsá og Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Reikna einnig með að Laxá á Hrauni og Syðra-Fjalli og Norðurá í Skagafirði verði á söluvef SVAK," segir Guðrún Una. Þá segir Guðrún Una undirbúning fyrir vetrarstarfið á fullu. Það sé í samstarfi við veiðifélögin Fluguna og Flúðir. "Stefnan er sett á að hafa uppákomur á hverju mánudagskvöldi í vetur og munum við byrja í lok janúar," segir hún. SVAK verður tíu ára í byrjun maí. "Við ætlum við að minna á okkur reglulega í vetur í því sambandi. Það er því nokkuð gott hljóð í okkur Norðanmönnum og ekki laust við að jólaskapið sé farið að láta á sér kræla. Á óskalistanum fyrir jólin er svo auðvitað bara veiðidót. Vona að ættingjarnir klikki ekki á því," undirstrikar formaður Stangaveiðifélags Akureyrar.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði
Þótt blikur séu á lofti í stangaveiðiheiminum segist formaður Stangaveiðifélags Akureyrar síður en svo eiga von á samdrætti í sölu á svæðum félagsins. "Við erum eingöngu með silungsveiðiár á okkar höndum og á ég nú ekki von á að samdráttur verði í þeim ám nema síður sé. Tel ekki ólíklegt að laxveiðimenn munu að einhverju leyti leita meira í silunginn þar sem mér sýnist að dýrtíðin ætli að halda áfram í flestum laxveiðiám landslins," segir Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. SVAK er að byrja að undirbúa forsölu í Ólafsfjarðará sem félagið er með á leigu ásamt Veiðifélaginu Flugunni. Guðrún Una segir forsöluna munu hefjast í lok janúar eða byrjun febrúar. "Við sögðum Hofsá í Skagafirði upp í nóvember síðastliðinn þannig hún verður ekki á okkar vegum næsta sumar. Aðrar fastar ár í umboðssölu hjá okkur munu svo detta inn þegar líður á veturinn en þar má til dæmis nefna Hörgá, Svarfaðardalsá og Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Reikna einnig með að Laxá á Hrauni og Syðra-Fjalli og Norðurá í Skagafirði verði á söluvef SVAK," segir Guðrún Una. Þá segir Guðrún Una undirbúning fyrir vetrarstarfið á fullu. Það sé í samstarfi við veiðifélögin Fluguna og Flúðir. "Stefnan er sett á að hafa uppákomur á hverju mánudagskvöldi í vetur og munum við byrja í lok janúar," segir hún. SVAK verður tíu ára í byrjun maí. "Við ætlum við að minna á okkur reglulega í vetur í því sambandi. Það er því nokkuð gott hljóð í okkur Norðanmönnum og ekki laust við að jólaskapið sé farið að láta á sér kræla. Á óskalistanum fyrir jólin er svo auðvitað bara veiðidót. Vona að ættingjarnir klikki ekki á því," undirstrikar formaður Stangaveiðifélags Akureyrar.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði 20-30 urriðar á dag á ION svæðinu Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði 64 sm bleikja í Lónsá Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði