Gummi Kristjáns: Ánægður að þetta sé frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2012 14:26 Mynd/Heimasíða Start Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að þetta sé frágengið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég var búinn að ganga frá mínum málum og heyrt frá báðum hliðum að þetta væri mjög nálægt því að klárast." Guðmundur var í láni hjá norska félaginu á síðustu leiktíð frá Breiðabliki en Start vann b-deildina og tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu. Breiðablik og Start hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarnar vikur en Guðmundur samdi um kaup og kjör við norska félagið að lokinni leiktíðinni í byrjun nóvember. Guðmundur var einn af lykilmönnum Start á síðustu leiktíð. Hann lék 27 leiki með liðinu og skoraði í þeim sjö mörk. Guðmundur spilaði fjölmargar stöður með Start þó hann sé að upplagi miðjumaður. Hann spilaði framarlega og aftarlega á miðjunni, á kantinum og í stöðu miðvarðar. „Allir sem fylgdust með Start á síðasta tímabili áttuðu sig á mikilvægi Guðmundar," segir Magne Kristiansen framkvæmdastjóri Start. Hann hrósar Guðmundi og fagnar því að málið sé í höfn. Matthías Vilhjálmsson, sem einnig var í lykilhlutverki hjá Start á leiktíðinni, skrifaði nýlega undir tveggja ára samning á dögunum líkt og fleiri lykilmenn liðsins. „Þeir sömdu við miðjumann frá Nígeríu, mjög góðan leikmann, sem var valinn besti leikmaðurinn á tímabilinu hjá okkur," segir Guðmundur en auk þess er frágengið að Ganverji sem var iðinn við kolann við markaskorun verður áfram. Guðmundur telur liðið þó þurfa að styrkja sig. „Ég hugsa að við þurfum að styrkja okkur aðeins. Veikleikinn okkar í sumar var að við höfðum ekki mjög breiðan hóp sem var ástæðan fyrir því að ég þurfti að leysa svona margar stöður í sumar. Ég held að við þurfum að styrkja okkur aðeins og ég held að þeir séu að reyna það," segir Guðmundur. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að þetta sé frágengið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég var búinn að ganga frá mínum málum og heyrt frá báðum hliðum að þetta væri mjög nálægt því að klárast." Guðmundur var í láni hjá norska félaginu á síðustu leiktíð frá Breiðabliki en Start vann b-deildina og tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu. Breiðablik og Start hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarnar vikur en Guðmundur samdi um kaup og kjör við norska félagið að lokinni leiktíðinni í byrjun nóvember. Guðmundur var einn af lykilmönnum Start á síðustu leiktíð. Hann lék 27 leiki með liðinu og skoraði í þeim sjö mörk. Guðmundur spilaði fjölmargar stöður með Start þó hann sé að upplagi miðjumaður. Hann spilaði framarlega og aftarlega á miðjunni, á kantinum og í stöðu miðvarðar. „Allir sem fylgdust með Start á síðasta tímabili áttuðu sig á mikilvægi Guðmundar," segir Magne Kristiansen framkvæmdastjóri Start. Hann hrósar Guðmundi og fagnar því að málið sé í höfn. Matthías Vilhjálmsson, sem einnig var í lykilhlutverki hjá Start á leiktíðinni, skrifaði nýlega undir tveggja ára samning á dögunum líkt og fleiri lykilmenn liðsins. „Þeir sömdu við miðjumann frá Nígeríu, mjög góðan leikmann, sem var valinn besti leikmaðurinn á tímabilinu hjá okkur," segir Guðmundur en auk þess er frágengið að Ganverji sem var iðinn við kolann við markaskorun verður áfram. Guðmundur telur liðið þó þurfa að styrkja sig. „Ég hugsa að við þurfum að styrkja okkur aðeins. Veikleikinn okkar í sumar var að við höfðum ekki mjög breiðan hóp sem var ástæðan fyrir því að ég þurfti að leysa svona margar stöður í sumar. Ég held að við þurfum að styrkja okkur aðeins og ég held að þeir séu að reyna það," segir Guðmundur.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira