Tom Watson gæti hugsað sér að vera fyrirliði Ryderliðsins 10. desember 2012 11:00 Tom Watson. Nordic Photos / Getty Images. Hinn þaulreyndi kylfingur, Tom Watson, segir að hann myndi íhuga það alvarlega að taka að sér fyrirliðastöðuna fyrir bandaríska úrvalsliðið í næstu Ryderkeppni sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi árið 2014. Watson, sem er 63 ára gamall. var fyrirliði bandaríska liðsins fyrir tveimur áratugum þar sem hann landaði sigri gegn Evrópuúrvalinu sem fyrirliði. Watson var á meðal keppenda á opna ástralska meisataramótinu og var hann spurður um þessa hluti af fréttamönnum. „Ég hef ekki fengið formlegar fyrirspurnir, en það væri mikill heiður ef einhver myndi klappa mér á öxlina og spyrja hvort ég hefði áhuga. Ég tók þátt síðast árið 1993, og það væri gaman að fá tækifæri til þess að upplifa þessa keppni á ný," sagði Watson en hann var í bandaríska liðinu fjórum sinnum 1977, 1981, 1983, og 1989, auk þess sem hann var fyrirliði árið 1993 þegar bandaríska liðið sigraði á Belfry vellinum. Evrópuliðið hefur titil að verja eftir ótrúlega endurkomu á lokakeppnisdeginum á Medinah. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn þaulreyndi kylfingur, Tom Watson, segir að hann myndi íhuga það alvarlega að taka að sér fyrirliðastöðuna fyrir bandaríska úrvalsliðið í næstu Ryderkeppni sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi árið 2014. Watson, sem er 63 ára gamall. var fyrirliði bandaríska liðsins fyrir tveimur áratugum þar sem hann landaði sigri gegn Evrópuúrvalinu sem fyrirliði. Watson var á meðal keppenda á opna ástralska meisataramótinu og var hann spurður um þessa hluti af fréttamönnum. „Ég hef ekki fengið formlegar fyrirspurnir, en það væri mikill heiður ef einhver myndi klappa mér á öxlina og spyrja hvort ég hefði áhuga. Ég tók þátt síðast árið 1993, og það væri gaman að fá tækifæri til þess að upplifa þessa keppni á ný," sagði Watson en hann var í bandaríska liðinu fjórum sinnum 1977, 1981, 1983, og 1989, auk þess sem hann var fyrirliði árið 1993 þegar bandaríska liðið sigraði á Belfry vellinum. Evrópuliðið hefur titil að verja eftir ótrúlega endurkomu á lokakeppnisdeginum á Medinah.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira