Hrun já-mannsins Magnús Halldórsson skrifar 26. desember 2012 11:08 Í bók sem reynsluboltinn Lee Iacocca (fæddur 1924) gaf út árið 2007, sem nefnist Hvað varð um alla leiðtogana?(Where Have all the Leaders Gone?) kemur fram hvöss gagnrýni á George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sem var umtöluð lengi á eftir. Iacocca hefur lengi verið mikill þungavigtarmaður í bandarísku þjóðlífi, var forstjóri Chrysler, Ford og Coke, og hefur stuðningur hans í forsetakosningum í Bandaríkjunum innan Repúblikanaflokksins oft þótt ávísun á góðan árangur. Árið 2000 studdi hann Bush yngri í forsetakosningum, en hann var orðinn mikill andstæðingur hans 2004, og taldi hann gjörsamlega óhæfan. Í fyrrnefndri bók gerir hann grein fyrir gagnrýni sinni nokkuð ítarlega, út frá almennum atriðum er snúa að stjórnun. Þrennt sem hann nefnir finnst mér standa upp úr, ekki síst þegar bókin er lesin nú fimm árum eftir útgáfu, sem kalla má leiðsagnaratriði fyrir fólk í stjórnunarstöðum. Þau eiga alltaf við, í fyrirtækjum, stjórnmálum og á öðrum vígstöðum. 1. Fylgstu með. „Bush hefur gortað sig af því að lesa bara fyrirsagnirnar. Maðurinn er forseti Bandaríkjanna!" segir Iacocca. Hann segir að stjórnendur verði að lesa blöðin (hér sem yfirhugtak fyrir fjölmiðlaumræðu) og bækur, fylgjast grannt með umræðu og því hvernig „hjartað" slær í samfélögunum. Ekki aðeins fá greiningar og skýrslur upp í hendurnar. Augljóslega sé þetta mikilvægt hjá þeim sem séu stjórnmálamenn, segir Iacocca, þar sem þeir sæki umboð sitt til fólksins. Hann segir engar afsakanir í boði fyrir þá sem telji sig vera svo mikilvæga, að þeir þurfi ekki að lesa blöðin og bækur vandlega, eða almennt að setja sig inn í vandamál venjulegs fólks. Þeir séu einfaldlega óhæfir, og á endanum muni þeir „falla" niður af stalli sínum. 2. Góðir stjórnendur verða að geta unnið með fólki sem stendur ekki aðeins „með þeim" heldur líka á „móti þeim". Iacocca segist sjálfur marg oft hafa unnið náið með fólki sem hann var í grundvallaratriðum ósammála, og meira að segja sem hann þoldi ekki. En hann segir mikilvægara að hafa þau sjónarmið innan rökræðunnar í fyrirtækjum eða stjórnmálunum, heldur en að hafa þau ekki til staðar. Ólík sjónarmið bæti ákvarðanatöku, og stuðli að vönduðum vinnubrögðum. Þó vitaskuld eigi fyrirtæki og stjórnmálaflokkar að hafa almenn markmið, þá eigi leiðirnar að þeim sífellt að vera í endurskoðun - og markmiðin sjálf raunar einnig. Iacocca segir Bush hafa raðað í kringum sig já-mönnum, sem hafi varla gagnrýnt hann neitt, heldur dansað í kringum hann eins og klappstýrur. Þannig hafi hann sjálfur verið já-maður. Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar svoleiðis menn eru í leiðtogahlutverkum, segir Iacocca. 3. Látið í ykkur heyra! Iacocca segir að leiðtogar verði að fá á sig gagnrýni, og ef þeir eru sannir leiðtogar þá eigi þeir að taka hana til sín, og gera upp við sig á sanngjarnan hátt, hvort gagnrýnin eigi við rök að styðjast. Hún verður að koma innan og utan frá, frá starfsfólki og viðskiptavinum, og starfsmönnum innan stjórnarliðs á hverjum tíma, og frá fólkinu sjálfu. Í fyrrnefndri bók gagnrýnir Iacocca Bush harkalega fyrir sofandahátt, ekki síst í efnahagsmálum, og segir hann fara fyrir hópi „vitleysinga" sem viti lítið sem ekkert („We've got a gang of clueless bozos steering our ship of state right over a cliff") vegna þess að þeir fylgist ekkert með, og jarmi allir það sama í kór. Þá segir hann í bókinni að „glæpamenn" í bandarískum fyrirtækjum séu að „stela" af almenningi („We've got corporate gagnsters stealing us blind"). Í bókinni rökstyður hann að ástæðan fyrir þessari stöðu, sem hann taldi að gæti steypt Bandaríkjunum, og þar með heiminum, í gríðarlegar efnhagsþrengingar, hafi ekki síst verið skortur á því að leiðtogar í stjórnmálum og fyrirtækjum tækju gagnrýni vel, og sýndu fram á að þeir væru raunverulegir leiðtogar. Ekki bara já-menn, sem teldu sig ósnertanlega. Markar veginn til glötunar Iacocca fékk á sig nokkra gagnrýni fyrir að vera stóryrtur þegar bókin kom út árið 2007. Hann taldi hins vegar að staðan væri miklu alvarlegri heldur en stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir og að nauðsynlegt væri að láta almennilega í sér heyra, vekja fólk til umhugsunar um hvað væri að gerast. Í ljósi þess sem síðar gekk yfir, þar á meðal hrun á fjármálamörkuðum heimsins sem átti rætur í fjármálastarfsemi í Bandaríkjunum, sem afstýrt var með stórkostlegu fjáraustri úr sameiginlegum sjóðum fólks í seðlabönkum, þá reyndist Iacocca síst hafa notað of stór orð. Hann hafði hins vegar „óþægilega" rétt fyrir sér. Hrunið á fjármálamörkuðum, og innan stjórnmálastéttarinnar víða um heim, ekki síst á Íslandi, var hrun já-mannsins. Sem missti tengslin við grunngildin vegna þess að hann taldi sig ósnertanlegan og ekki hafa þörf til þess að hlusta á fólk, hvort sem það var í fyrirtækjarekstri eða stjórnmálum. Já-maðurinn er yfirborðskenndur froðusnakkur sem nennir ekki að lesa blöðin eða bækur, taka gagnrýni eða spyrna við fótum þegar þess þarf. Hann er dæmdur til þess að marka veginn til glötunar, þegar öllu er á botninn hvolft. Það sem er verst, er að hann leynist alltof víða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í bók sem reynsluboltinn Lee Iacocca (fæddur 1924) gaf út árið 2007, sem nefnist Hvað varð um alla leiðtogana?(Where Have all the Leaders Gone?) kemur fram hvöss gagnrýni á George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, sem var umtöluð lengi á eftir. Iacocca hefur lengi verið mikill þungavigtarmaður í bandarísku þjóðlífi, var forstjóri Chrysler, Ford og Coke, og hefur stuðningur hans í forsetakosningum í Bandaríkjunum innan Repúblikanaflokksins oft þótt ávísun á góðan árangur. Árið 2000 studdi hann Bush yngri í forsetakosningum, en hann var orðinn mikill andstæðingur hans 2004, og taldi hann gjörsamlega óhæfan. Í fyrrnefndri bók gerir hann grein fyrir gagnrýni sinni nokkuð ítarlega, út frá almennum atriðum er snúa að stjórnun. Þrennt sem hann nefnir finnst mér standa upp úr, ekki síst þegar bókin er lesin nú fimm árum eftir útgáfu, sem kalla má leiðsagnaratriði fyrir fólk í stjórnunarstöðum. Þau eiga alltaf við, í fyrirtækjum, stjórnmálum og á öðrum vígstöðum. 1. Fylgstu með. „Bush hefur gortað sig af því að lesa bara fyrirsagnirnar. Maðurinn er forseti Bandaríkjanna!" segir Iacocca. Hann segir að stjórnendur verði að lesa blöðin (hér sem yfirhugtak fyrir fjölmiðlaumræðu) og bækur, fylgjast grannt með umræðu og því hvernig „hjartað" slær í samfélögunum. Ekki aðeins fá greiningar og skýrslur upp í hendurnar. Augljóslega sé þetta mikilvægt hjá þeim sem séu stjórnmálamenn, segir Iacocca, þar sem þeir sæki umboð sitt til fólksins. Hann segir engar afsakanir í boði fyrir þá sem telji sig vera svo mikilvæga, að þeir þurfi ekki að lesa blöðin og bækur vandlega, eða almennt að setja sig inn í vandamál venjulegs fólks. Þeir séu einfaldlega óhæfir, og á endanum muni þeir „falla" niður af stalli sínum. 2. Góðir stjórnendur verða að geta unnið með fólki sem stendur ekki aðeins „með þeim" heldur líka á „móti þeim". Iacocca segist sjálfur marg oft hafa unnið náið með fólki sem hann var í grundvallaratriðum ósammála, og meira að segja sem hann þoldi ekki. En hann segir mikilvægara að hafa þau sjónarmið innan rökræðunnar í fyrirtækjum eða stjórnmálunum, heldur en að hafa þau ekki til staðar. Ólík sjónarmið bæti ákvarðanatöku, og stuðli að vönduðum vinnubrögðum. Þó vitaskuld eigi fyrirtæki og stjórnmálaflokkar að hafa almenn markmið, þá eigi leiðirnar að þeim sífellt að vera í endurskoðun - og markmiðin sjálf raunar einnig. Iacocca segir Bush hafa raðað í kringum sig já-mönnum, sem hafi varla gagnrýnt hann neitt, heldur dansað í kringum hann eins og klappstýrur. Þannig hafi hann sjálfur verið já-maður. Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar svoleiðis menn eru í leiðtogahlutverkum, segir Iacocca. 3. Látið í ykkur heyra! Iacocca segir að leiðtogar verði að fá á sig gagnrýni, og ef þeir eru sannir leiðtogar þá eigi þeir að taka hana til sín, og gera upp við sig á sanngjarnan hátt, hvort gagnrýnin eigi við rök að styðjast. Hún verður að koma innan og utan frá, frá starfsfólki og viðskiptavinum, og starfsmönnum innan stjórnarliðs á hverjum tíma, og frá fólkinu sjálfu. Í fyrrnefndri bók gagnrýnir Iacocca Bush harkalega fyrir sofandahátt, ekki síst í efnahagsmálum, og segir hann fara fyrir hópi „vitleysinga" sem viti lítið sem ekkert („We've got a gang of clueless bozos steering our ship of state right over a cliff") vegna þess að þeir fylgist ekkert með, og jarmi allir það sama í kór. Þá segir hann í bókinni að „glæpamenn" í bandarískum fyrirtækjum séu að „stela" af almenningi („We've got corporate gagnsters stealing us blind"). Í bókinni rökstyður hann að ástæðan fyrir þessari stöðu, sem hann taldi að gæti steypt Bandaríkjunum, og þar með heiminum, í gríðarlegar efnhagsþrengingar, hafi ekki síst verið skortur á því að leiðtogar í stjórnmálum og fyrirtækjum tækju gagnrýni vel, og sýndu fram á að þeir væru raunverulegir leiðtogar. Ekki bara já-menn, sem teldu sig ósnertanlega. Markar veginn til glötunar Iacocca fékk á sig nokkra gagnrýni fyrir að vera stóryrtur þegar bókin kom út árið 2007. Hann taldi hins vegar að staðan væri miklu alvarlegri heldur en stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir og að nauðsynlegt væri að láta almennilega í sér heyra, vekja fólk til umhugsunar um hvað væri að gerast. Í ljósi þess sem síðar gekk yfir, þar á meðal hrun á fjármálamörkuðum heimsins sem átti rætur í fjármálastarfsemi í Bandaríkjunum, sem afstýrt var með stórkostlegu fjáraustri úr sameiginlegum sjóðum fólks í seðlabönkum, þá reyndist Iacocca síst hafa notað of stór orð. Hann hafði hins vegar „óþægilega" rétt fyrir sér. Hrunið á fjármálamörkuðum, og innan stjórnmálastéttarinnar víða um heim, ekki síst á Íslandi, var hrun já-mannsins. Sem missti tengslin við grunngildin vegna þess að hann taldi sig ósnertanlegan og ekki hafa þörf til þess að hlusta á fólk, hvort sem það var í fyrirtækjarekstri eða stjórnmálum. Já-maðurinn er yfirborðskenndur froðusnakkur sem nennir ekki að lesa blöðin eða bækur, taka gagnrýni eða spyrna við fótum þegar þess þarf. Hann er dæmdur til þess að marka veginn til glötunar, þegar öllu er á botninn hvolft. Það sem er verst, er að hann leynist alltof víða.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun