Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 19:19 Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira