Lara Stone hélt upp á afmælið sitt í kjól frá Kalda 9. janúar 2012 20:00 Þessa mynd tók Lara Stone sjálf og sendi Katrínu með kærri þökk fyrir kjólinn góða en þær hyggja á áframhaldandi samstarf í framtíðinni. „Þetta er mjög gaman enda er hún ein af mínum uppáhaldsfyrirsætum," segir Katrín Alda Rafnsdóttir fatahönnuður. Ofurfyrirsætan Lara Stone klæddist kjól frá merki hennar Kalda á dögunum. Katrín og Stone eiga sameiginlegan kunningja en það var Stone sjálf sem hafði samband við Katrínu og bað hana um þennan tiltekna kjól því hana langaði að klæðast honum á afmælinu sínu í lok desember. „Það var gaman að hún skyldi hafa samband að fyrra bragði en hún hafði séð kjólinn hjá vinkonu minni. Það var auðvitað lítið mál að senda henni kjólinn og ég laumaði nokkrum flíkum í viðbót ofan í pakkann," segir Katrín, hönnuður og eigandi Kalda ásamt systur sinni Rebekku en þær eru einnig með búðina Einveru á Laugavegi. Lara Stone er ein frægasta fyrirsæta heims og meðal annars andlit Calvin Klein, Prada, Louis Vuitton, H&M og Versace. Árið 2010 var hún á toppnum yfir vinsælustu fyrirsætur heims og er í sjöunda sæti á lista Forbes yfir launahæstu fyrirsætur síðasta árs. Stone giftist breska grínistanum David Walliams úr Little Britain árið 2010. Stone sendi Katrínu mynd af sér í kjólnum og þakkaði kærlega fyrir sig í leiðinni. „Hún var mjög ánægð með allt sem við sendum og við ætlum að vera í áframhaldandi samstarfi. Það er gaman að fá svona viðurkenningu frá einhverjum sem maður hefur fylgst með lengi og hvetur mann áfram," segir Katrín en fatamerkinu Kalda hefur verið vel tekið og hafa til að mynda sænska fyrirsætan Carolina Winberg og breska söngkonan Pixie Lott sést klæðast fatnaði frá þeim. „Lott er með blogg á heimasíðu breska Vogue og hefur ítrekað klæðst flíkum frá Kalda sem er hið besta mál."Katrín Alda Rafnsdóttir, til hægri, hér ásamt systur sinni Rebekku, er mjög ánægð með hrifningu Löru Stone á hönnun sinni enda ein af hennar uppáhaldsfyrirsætum.Katrín Alda fullyrðir að þetta sé besta markaðssetningin og raun betra fyrir þær en að kaupa auglýsingu í blaði. „Þetta skiptir miklu máli og við höfum alveg hugsað út í að senda frægum einstaklingum fatnað en það eru hönnuðir að gera reglulega," segir Katrín sem þessa dagana er að undirbúa sig fyrir tískuvikurnar í New York, London og París þar sem Kalda verður til sýnis. Kalda er selt í versluninni Liberty í London og hefur Katrín því í hyggju að vera með annan fótinn úti á þessu ári. „Við ætlum að herja á erlenda markaðinn núna en stígum varlega til jarðar og tökum einn dag í einu í þeim efnum." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Þetta er mjög gaman enda er hún ein af mínum uppáhaldsfyrirsætum," segir Katrín Alda Rafnsdóttir fatahönnuður. Ofurfyrirsætan Lara Stone klæddist kjól frá merki hennar Kalda á dögunum. Katrín og Stone eiga sameiginlegan kunningja en það var Stone sjálf sem hafði samband við Katrínu og bað hana um þennan tiltekna kjól því hana langaði að klæðast honum á afmælinu sínu í lok desember. „Það var gaman að hún skyldi hafa samband að fyrra bragði en hún hafði séð kjólinn hjá vinkonu minni. Það var auðvitað lítið mál að senda henni kjólinn og ég laumaði nokkrum flíkum í viðbót ofan í pakkann," segir Katrín, hönnuður og eigandi Kalda ásamt systur sinni Rebekku en þær eru einnig með búðina Einveru á Laugavegi. Lara Stone er ein frægasta fyrirsæta heims og meðal annars andlit Calvin Klein, Prada, Louis Vuitton, H&M og Versace. Árið 2010 var hún á toppnum yfir vinsælustu fyrirsætur heims og er í sjöunda sæti á lista Forbes yfir launahæstu fyrirsætur síðasta árs. Stone giftist breska grínistanum David Walliams úr Little Britain árið 2010. Stone sendi Katrínu mynd af sér í kjólnum og þakkaði kærlega fyrir sig í leiðinni. „Hún var mjög ánægð með allt sem við sendum og við ætlum að vera í áframhaldandi samstarfi. Það er gaman að fá svona viðurkenningu frá einhverjum sem maður hefur fylgst með lengi og hvetur mann áfram," segir Katrín en fatamerkinu Kalda hefur verið vel tekið og hafa til að mynda sænska fyrirsætan Carolina Winberg og breska söngkonan Pixie Lott sést klæðast fatnaði frá þeim. „Lott er með blogg á heimasíðu breska Vogue og hefur ítrekað klæðst flíkum frá Kalda sem er hið besta mál."Katrín Alda Rafnsdóttir, til hægri, hér ásamt systur sinni Rebekku, er mjög ánægð með hrifningu Löru Stone á hönnun sinni enda ein af hennar uppáhaldsfyrirsætum.Katrín Alda fullyrðir að þetta sé besta markaðssetningin og raun betra fyrir þær en að kaupa auglýsingu í blaði. „Þetta skiptir miklu máli og við höfum alveg hugsað út í að senda frægum einstaklingum fatnað en það eru hönnuðir að gera reglulega," segir Katrín sem þessa dagana er að undirbúa sig fyrir tískuvikurnar í New York, London og París þar sem Kalda verður til sýnis. Kalda er selt í versluninni Liberty í London og hefur Katrín því í hyggju að vera með annan fótinn úti á þessu ári. „Við ætlum að herja á erlenda markaðinn núna en stígum varlega til jarðar og tökum einn dag í einu í þeim efnum." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira