Man einhver eftir Manning? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 10. janúar 2012 06:00 Þrátt fyrir takmarkalitla möguleika til að verða sér úti um upplýsingar og koma þeim á framfæri á nýstárlegan máta er stundum eins og íslenskir fjölmiðlar nýti sér allir sömu fréttauppsprettuna. Á þetta bæði við um innlendar sem erlendar fréttir. Kannski endurspeglar það umræðuhefðina í samfélaginu; svo virðist sem okkur láti best að fókusa á eitt afmarkað mál þar til við hættum að hafa áhuga á því og snúa okkur síðan að því næsta. Þess vegna virðist manni stundum sem mál hverfi úr vitund okkar, eitthvað sem allir eitt sinn ræddu liggur í þagnargildi. Man einhver eftir Bradley Manning? Eftir bandaríska hermanninum sem er sakaður um að hafa afritað leynigögn bandaríska hersins og utanríkisþjónustunnar og komið þeim á framfæri við umheiminn. Af því að honum blöskraði svo framferði Bandaríkjamanna í þeim löndum sem þeir fóru herskildi um og ekki síður stuðningur þeirra við spillta einræðisherra. Manning situr í herfangelsi í Bandaríkjunum og bíður dóms. Yfirvöld vilja halda honum í fangelsi þangað til hann deyr. Honum hefur verið haldið í einangrun, settur á sjálfsmorðsvakt án sýnilegrar ástæðu og gleraugun tekin af honum, sem gerir það að verkum að hann situr í eilífðar móðu, eins og hann sjálfur hefur sagt. Þeir örfáu sem hafa fengið að heimsækja hann segja hann hafa breyst úr gáfuðum ungum manni í ringlaðan mann sem getur ekki átt í samræðum og virðist haldinn stjarfaklofa. Hver er glæpur Mannings? Ákæran er í 34 liðum og alvarlegastar eru ásakanir um aðstoð við óvininn. Hann er sagður hafa lekið hundruðum þúsunda skjala sem hafi veikt það kerfi sem bandaríska utanríkisþjónustan hafði komið sér upp. Verjendur Mannings boðuðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir rétt til að vitna um að allt gengi eins og smurt í utanríkisþjónustunni þrátt fyrir lekann. Og Obama forseta. Þau ætla ekki að mæta. Þeim er sama um Bradley Manning. Okkur á hins vegar ekki að vera sama um hann. Færð hafa verið rök fyrir því að án Mannings hefði arabíska vorið aldrei átt sér stað. Þegnar hinna spilltu einræðisherra lásu svart á hvítu á netinu hvernig kúgararnir hegðuðu sér og þeim ofbauð. Þustu út á götur og fengu að lokum stuðning frá umheiminum; sumir í það minnsta og sérstaklega þeir sem búa í olíuríkum löndum, en það er gömul saga og ný. Látum ekki manninn, hvers glæpur er ekki annar en að sýna okkur fram á hvernig heimurinn virkar, rotna í fangelsi. Mótmælum. Þó við þurfum að muna eftir honum lengur en fram í febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun
Þrátt fyrir takmarkalitla möguleika til að verða sér úti um upplýsingar og koma þeim á framfæri á nýstárlegan máta er stundum eins og íslenskir fjölmiðlar nýti sér allir sömu fréttauppsprettuna. Á þetta bæði við um innlendar sem erlendar fréttir. Kannski endurspeglar það umræðuhefðina í samfélaginu; svo virðist sem okkur láti best að fókusa á eitt afmarkað mál þar til við hættum að hafa áhuga á því og snúa okkur síðan að því næsta. Þess vegna virðist manni stundum sem mál hverfi úr vitund okkar, eitthvað sem allir eitt sinn ræddu liggur í þagnargildi. Man einhver eftir Bradley Manning? Eftir bandaríska hermanninum sem er sakaður um að hafa afritað leynigögn bandaríska hersins og utanríkisþjónustunnar og komið þeim á framfæri við umheiminn. Af því að honum blöskraði svo framferði Bandaríkjamanna í þeim löndum sem þeir fóru herskildi um og ekki síður stuðningur þeirra við spillta einræðisherra. Manning situr í herfangelsi í Bandaríkjunum og bíður dóms. Yfirvöld vilja halda honum í fangelsi þangað til hann deyr. Honum hefur verið haldið í einangrun, settur á sjálfsmorðsvakt án sýnilegrar ástæðu og gleraugun tekin af honum, sem gerir það að verkum að hann situr í eilífðar móðu, eins og hann sjálfur hefur sagt. Þeir örfáu sem hafa fengið að heimsækja hann segja hann hafa breyst úr gáfuðum ungum manni í ringlaðan mann sem getur ekki átt í samræðum og virðist haldinn stjarfaklofa. Hver er glæpur Mannings? Ákæran er í 34 liðum og alvarlegastar eru ásakanir um aðstoð við óvininn. Hann er sagður hafa lekið hundruðum þúsunda skjala sem hafi veikt það kerfi sem bandaríska utanríkisþjónustan hafði komið sér upp. Verjendur Mannings boðuðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir rétt til að vitna um að allt gengi eins og smurt í utanríkisþjónustunni þrátt fyrir lekann. Og Obama forseta. Þau ætla ekki að mæta. Þeim er sama um Bradley Manning. Okkur á hins vegar ekki að vera sama um hann. Færð hafa verið rök fyrir því að án Mannings hefði arabíska vorið aldrei átt sér stað. Þegnar hinna spilltu einræðisherra lásu svart á hvítu á netinu hvernig kúgararnir hegðuðu sér og þeim ofbauð. Þustu út á götur og fengu að lokum stuðning frá umheiminum; sumir í það minnsta og sérstaklega þeir sem búa í olíuríkum löndum, en það er gömul saga og ný. Látum ekki manninn, hvers glæpur er ekki annar en að sýna okkur fram á hvernig heimurinn virkar, rotna í fangelsi. Mótmælum. Þó við þurfum að muna eftir honum lengur en fram í febrúar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun