Sekir þar til sakleysi er sannað Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. janúar 2012 06:00 Fangabúðir Bandaríkjamanna í bandarísku flotastöðinni við Gvantanamóflóa á Kúbu hafa nú verið við lýði í áratug. Jafnlengi hafa þar verið framin svívirðileg mannréttindabrot á þeim föngum sem þangað hafa verið hnepptir. Nokkrir þeirra fanga sem hafa verið í Gvantanamó voru yngri en átján ára þegar þeir voru sendir þangað, sá yngsti fjórtán ára. Frá upphafi hafa nærri 780 fangar verið í búðunum og nú tíu árum eftir að fyrstu 20 fangarnir voru fluttir þangað er þar 171 fangi. Sumir þeirra hafa verið í varðhaldi frá því skömmu eftir að búðirnar voru settar á laggirnar og fæstir þeirra hafa verið ákærðir og óvíst er að réttað verði yfir þeim nokkru sinni. Það er erfitt að ímynda sér þá algeru einangrun sem fangarnir í Gvantanamó búa við. Þeir munu eiga rétt á tveimur símtölum á ári og einungis frá allra nánustu fjölskyldu. Alþjóðlegi Rauði krossinn eru einu samtökin sem hleypt hefur verið inn í búðirnar en gegn algerri þagnarskyldu og fáeinir lögmenn, læknar og sálfræðingar sem hafa játast undir alls kyns skilyrði hafa einnig komið í búðirnar en vitanlega enginn blaðamaður. Aðbúnaður fanga í Gvantanamó er á engan hátt í samræmi við þau viðmið sem þjóðir heims hafa komið sér saman um að gildi um meðferð fanga. Grimmilegum pyndingum hefur verið beitt við yfirheyrslur í gegnum árin enda lýsti Georg Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, því yfir strax árið 2002 að Genfarsáttmálinn, sem meðal annars bannar pyndingar og annars konar niðurlægingu fanga, ætti ekki við talibana, Alkaída-liða og aðra þá sem teknir væru höndum í „stríðinu gegn hryðjuverkum". Frá upphafi hafa búðirnar í Gvantanamó verið gagnrýndar harðlega og eftir því sem dregin hefur verið upp skýrari mynd af því sem fram fer í flotastöðinni á Kúbu hefur gagnrýnin harðnað. Lokun fangabúðanna í Gvantanamó var meðal kosningaloforða Baracks Obama og fyrir tveimur árum gaf hann út tilskipun þess efnis að loka skyldi búðunum. Sú tilskipun var hins vegar ógilt af meirihluta þingsins í Washington og þar við situr. Búðirnar sem í upphafi var litið á sem tilraun hafa öðlast sess sem ein af táknmyndunum „stríðsins gegn hryðjuverkum" og margir óttast að Bandaríkjamenn munu ekki í bráð hætta að halda mönnum föngnum án allra réttinda í þágu þess stríðs og að Gvantanamóbúðirnar séu komnar til að vera. Fangabúðirnar í Gvantanamó eru ekki aðeins skömm Bandaríkjamanna, þær eru alþjóðasamfélaginu öllu til háborinnar skammar. Mannréttindasamtök hafa vissulega verið ötul við að minna á tilvist fanganna í Gvantanamóbúðunum, ekki síst Amnesty International. Á heimasíðu Amnesty á Íslandi má nú skrifa undir áskorun til Bandaríkjaforseta um að binda enda á varðhaldsvist fanganna í flotastöðinni í Gvantanamó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Fangabúðir Bandaríkjamanna í bandarísku flotastöðinni við Gvantanamóflóa á Kúbu hafa nú verið við lýði í áratug. Jafnlengi hafa þar verið framin svívirðileg mannréttindabrot á þeim föngum sem þangað hafa verið hnepptir. Nokkrir þeirra fanga sem hafa verið í Gvantanamó voru yngri en átján ára þegar þeir voru sendir þangað, sá yngsti fjórtán ára. Frá upphafi hafa nærri 780 fangar verið í búðunum og nú tíu árum eftir að fyrstu 20 fangarnir voru fluttir þangað er þar 171 fangi. Sumir þeirra hafa verið í varðhaldi frá því skömmu eftir að búðirnar voru settar á laggirnar og fæstir þeirra hafa verið ákærðir og óvíst er að réttað verði yfir þeim nokkru sinni. Það er erfitt að ímynda sér þá algeru einangrun sem fangarnir í Gvantanamó búa við. Þeir munu eiga rétt á tveimur símtölum á ári og einungis frá allra nánustu fjölskyldu. Alþjóðlegi Rauði krossinn eru einu samtökin sem hleypt hefur verið inn í búðirnar en gegn algerri þagnarskyldu og fáeinir lögmenn, læknar og sálfræðingar sem hafa játast undir alls kyns skilyrði hafa einnig komið í búðirnar en vitanlega enginn blaðamaður. Aðbúnaður fanga í Gvantanamó er á engan hátt í samræmi við þau viðmið sem þjóðir heims hafa komið sér saman um að gildi um meðferð fanga. Grimmilegum pyndingum hefur verið beitt við yfirheyrslur í gegnum árin enda lýsti Georg Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, því yfir strax árið 2002 að Genfarsáttmálinn, sem meðal annars bannar pyndingar og annars konar niðurlægingu fanga, ætti ekki við talibana, Alkaída-liða og aðra þá sem teknir væru höndum í „stríðinu gegn hryðjuverkum". Frá upphafi hafa búðirnar í Gvantanamó verið gagnrýndar harðlega og eftir því sem dregin hefur verið upp skýrari mynd af því sem fram fer í flotastöðinni á Kúbu hefur gagnrýnin harðnað. Lokun fangabúðanna í Gvantanamó var meðal kosningaloforða Baracks Obama og fyrir tveimur árum gaf hann út tilskipun þess efnis að loka skyldi búðunum. Sú tilskipun var hins vegar ógilt af meirihluta þingsins í Washington og þar við situr. Búðirnar sem í upphafi var litið á sem tilraun hafa öðlast sess sem ein af táknmyndunum „stríðsins gegn hryðjuverkum" og margir óttast að Bandaríkjamenn munu ekki í bráð hætta að halda mönnum föngnum án allra réttinda í þágu þess stríðs og að Gvantanamóbúðirnar séu komnar til að vera. Fangabúðirnar í Gvantanamó eru ekki aðeins skömm Bandaríkjamanna, þær eru alþjóðasamfélaginu öllu til háborinnar skammar. Mannréttindasamtök hafa vissulega verið ötul við að minna á tilvist fanganna í Gvantanamóbúðunum, ekki síst Amnesty International. Á heimasíðu Amnesty á Íslandi má nú skrifa undir áskorun til Bandaríkjaforseta um að binda enda á varðhaldsvist fanganna í flotastöðinni í Gvantanamó.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun