Lög unga fólksins Davíð Þór Jónsson skrifar 21. janúar 2012 06:00 Um daginn settumst við nokkrir vinir inn á kaffihús og hugðumst eiga notalegt spjall um daginn og veginn. Okkur til nokkurrar undrunar bar þá svo við að á kaffihúsinu voru tónleikar þannig að ekki var annað í boði en að sitja og hlusta á tónlist. Listamaðurinn var ung kona sem mér skilst að sé um þessar mundir talin með efnilegri og eftirtektarverðari vonarpeningum íslensks tónlistarlífs. Ýmist gutlaði hún á rafmagnspíanó sem hljómaði eins og spiladós eða plokkaði rafmagnsgítar sem líka hljómaði eins og spiladós. Á bak við hana sat piltur á hennar reki og strauk trommur með burstum. Yfir tónaglundrið og marrið í sneriltrommuskinninu andaði listakonan síðan hásu tísti, eins og hún væri að líkja eftir nývaknaðri uglu á fúkkalyfjum, eitthvað sem mér heyrðist mestanpart vera upphafin og innhverf væmni á ensku. Tónlistin var svo mild og óágeng að ekki einu sinni trommurnar voru slegnar, hvað þá önnur hljóðfæri. Reyndar grunar mig að hefði pilturinn gerst svo bíræfinn að lemja einhverja trommuna hefði stúlkan, þetta viðkvæma blóm, samstundis fallið í öngvit ef ekki hreinlega hnigið niður örend af lostinu yfir svo blygðunarlausum ofstopa. Þeir, sem enst hafa til að lesa hingað, geta líklega getið sér nærri um að þessi tónlist höfðaði ekkert sérstaklega til mín. Það er allt í lagi. Ég geri enga kröfu til þess að allri tónlist beri að höfða til mín. Ég er kominn á þann aldur að ef ég væri yfir mig hrifinn af lögum unga fólksins væri sennilega eitthvað mikið að – annað hvort þeim eða mér. Ungu fólki ber að ganga fram af þeim sem eldri eru. Það er hreyfiaflið í framvindu menningarinnar og vörnin gegn stöðnun og steingervingu listsköpunarinnar. Síðan á dögum Sókratesar, ef ekki enn lengur, hafa miðaldra fauskar eins og ég ævinlega haft verulegar áhyggjur af því í hvað stefndi þegar hið óalandi og óferjandi pakk, sem skipaði yngri kynslóðir, tæki við veröldinni. Þessi togstreita hefur mótað tónlistarsöguna, hvort sem það var Mozart eða Sex Pistols. Hver kynslóð ögrar þeirri, sem á undan fór, með hömluleysi, hamsleysi og boðskap sem storkar ríkjandi siðferði og gildum. Ég átti því ekki von á öðru en að tónlist ungu kynslóðarinnar ætti eftir að ganga fram af mér. Það sem ég átti ekki von á var að það myndi ganga fram af mér hvað hún yrði merkingarlaus, máttlaus og meinlaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun
Um daginn settumst við nokkrir vinir inn á kaffihús og hugðumst eiga notalegt spjall um daginn og veginn. Okkur til nokkurrar undrunar bar þá svo við að á kaffihúsinu voru tónleikar þannig að ekki var annað í boði en að sitja og hlusta á tónlist. Listamaðurinn var ung kona sem mér skilst að sé um þessar mundir talin með efnilegri og eftirtektarverðari vonarpeningum íslensks tónlistarlífs. Ýmist gutlaði hún á rafmagnspíanó sem hljómaði eins og spiladós eða plokkaði rafmagnsgítar sem líka hljómaði eins og spiladós. Á bak við hana sat piltur á hennar reki og strauk trommur með burstum. Yfir tónaglundrið og marrið í sneriltrommuskinninu andaði listakonan síðan hásu tísti, eins og hún væri að líkja eftir nývaknaðri uglu á fúkkalyfjum, eitthvað sem mér heyrðist mestanpart vera upphafin og innhverf væmni á ensku. Tónlistin var svo mild og óágeng að ekki einu sinni trommurnar voru slegnar, hvað þá önnur hljóðfæri. Reyndar grunar mig að hefði pilturinn gerst svo bíræfinn að lemja einhverja trommuna hefði stúlkan, þetta viðkvæma blóm, samstundis fallið í öngvit ef ekki hreinlega hnigið niður örend af lostinu yfir svo blygðunarlausum ofstopa. Þeir, sem enst hafa til að lesa hingað, geta líklega getið sér nærri um að þessi tónlist höfðaði ekkert sérstaklega til mín. Það er allt í lagi. Ég geri enga kröfu til þess að allri tónlist beri að höfða til mín. Ég er kominn á þann aldur að ef ég væri yfir mig hrifinn af lögum unga fólksins væri sennilega eitthvað mikið að – annað hvort þeim eða mér. Ungu fólki ber að ganga fram af þeim sem eldri eru. Það er hreyfiaflið í framvindu menningarinnar og vörnin gegn stöðnun og steingervingu listsköpunarinnar. Síðan á dögum Sókratesar, ef ekki enn lengur, hafa miðaldra fauskar eins og ég ævinlega haft verulegar áhyggjur af því í hvað stefndi þegar hið óalandi og óferjandi pakk, sem skipaði yngri kynslóðir, tæki við veröldinni. Þessi togstreita hefur mótað tónlistarsöguna, hvort sem það var Mozart eða Sex Pistols. Hver kynslóð ögrar þeirri, sem á undan fór, með hömluleysi, hamsleysi og boðskap sem storkar ríkjandi siðferði og gildum. Ég átti því ekki von á öðru en að tónlist ungu kynslóðarinnar ætti eftir að ganga fram af mér. Það sem ég átti ekki von á var að það myndi ganga fram af mér hvað hún yrði merkingarlaus, máttlaus og meinlaus.