Helmingur erlendra fanga búsettur hér 24. janúar 2012 06:30 Margrét Frímannsdóttir Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir meginmuninn á þeim erlendu föngum sem búa hér og erlendis vera heimsóknir fjölskyldu og vina. Þeir sem ekki búi hér fái engar heimsóknir. „Þeir sem eru búsettir á landinu reyna að gera sig skiljanlega. Ef þeir tala ekki íslensku þá reyna þeir við enskuna. Þeir sem búa í útlöndum eru ekki mikið að reyna það," segir Margrét og bætir við að þó fangarnir tali hvorki íslensku né ensku, einangrist þeir þó ekki félagslega. Mennirnir haldi mikið hópinn eftir þjóðernum og sækist eðlilega í það að hittast úti við. Þá ganga samskiptin yfirleitt vel við íslensku fangana inni á deildunum. Flestir erlendir ríkisborgarar sem sitja hér í fangelsum gera það vegna auðgunarbrota. Næstalgengustu brotin eru tengd fíkniefnum. Í október á þessu ári voru um 20 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, sem gerir um 15 prósent fangafjöldans. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir málið snúa að því hvernig einstaklingar tengist samfélaginu og nærhópum sínum. „Ef tengslin eru traust eru minni líkur á afbrotum, en ef þau eru lausbeisluð og veik aukast líkurnar," segir hann. Vegna tilfinningalegra tengsla við aðra vilji fólk ekki valda öðrum vonbrigðum með afbrotum og ekki gera öðrum þann óleik að valda því tjóni. Því megi líta á mikinn félagsauð í samfélaginu sem nokkurs konar tryggingafélag samfélagsins gegn afbrotum. „Með því er einnig hægt að sýna fram á að við ættum að efla félagsauð fólks og styrkja tengslin hvert við annað, ekki síst þá sem eru af erlendum uppruna," segir Helgi. „Það er besta forvörnin gegn afbrotum." RÚV greindi frá því í desember að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt um sextán Íslendinga sem sitja nú í fangelsum erlendis. Dómarnir sem þeir eru með á bakinu eru allt að 20 ára langir. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Hlutfall erlendra fanga sem búsettir eru hér á landi hefur aukist mikið síðan árið 2000. Í dag býr um helmingur fanga hér, en árið 2000 sátu sjö erlendir einstaklingar í fangelsi á Íslandi og af þeim var einungis einn búsettur hér. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir meginmuninn á þeim erlendu föngum sem búa hér og erlendis vera heimsóknir fjölskyldu og vina. Þeir sem ekki búi hér fái engar heimsóknir. „Þeir sem eru búsettir á landinu reyna að gera sig skiljanlega. Ef þeir tala ekki íslensku þá reyna þeir við enskuna. Þeir sem búa í útlöndum eru ekki mikið að reyna það," segir Margrét og bætir við að þó fangarnir tali hvorki íslensku né ensku, einangrist þeir þó ekki félagslega. Mennirnir haldi mikið hópinn eftir þjóðernum og sækist eðlilega í það að hittast úti við. Þá ganga samskiptin yfirleitt vel við íslensku fangana inni á deildunum. Flestir erlendir ríkisborgarar sem sitja hér í fangelsum gera það vegna auðgunarbrota. Næstalgengustu brotin eru tengd fíkniefnum. Í október á þessu ári voru um 20 erlendir fangar í íslenskum fangelsum, sem gerir um 15 prósent fangafjöldans. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir málið snúa að því hvernig einstaklingar tengist samfélaginu og nærhópum sínum. „Ef tengslin eru traust eru minni líkur á afbrotum, en ef þau eru lausbeisluð og veik aukast líkurnar," segir hann. Vegna tilfinningalegra tengsla við aðra vilji fólk ekki valda öðrum vonbrigðum með afbrotum og ekki gera öðrum þann óleik að valda því tjóni. Því megi líta á mikinn félagsauð í samfélaginu sem nokkurs konar tryggingafélag samfélagsins gegn afbrotum. „Með því er einnig hægt að sýna fram á að við ættum að efla félagsauð fólks og styrkja tengslin hvert við annað, ekki síst þá sem eru af erlendum uppruna," segir Helgi. „Það er besta forvörnin gegn afbrotum." RÚV greindi frá því í desember að utanríkisráðuneytinu sé kunnugt um sextán Íslendinga sem sitja nú í fangelsum erlendis. Dómarnir sem þeir eru með á bakinu eru allt að 20 ára langir. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira