Meiri ánægja með skýrslur í Barnahúsi 24. janúar 2012 05:30 í barnahúsi Upplifun barna og foreldra var betri í Barnahúsi en hjá dómstólum, samkvæmt rannsókn sem gerð var á þriggja ára tímabili. fréttablaðið/gva Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með skýrslutökur sem fara fram í Barnahúsi en í húsnæði dómstóla. Barnahús mæltist betur fyrir í öllum flokkum sem spurt var um í rannsókn Barnaverndarstofu, sem Bragi Guðbrandsson, forstjóri hennar, kynnti á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota fyrir helgi. Bæði börn og foreldrar þeirra voru spurð, en úrtakið var 225 manns á þriggja ára tímabili. Almennt voru 83 prósent aðspurðra ánægð með skýrslutöku í Barnahúsi, en 70 prósent fyrir dómstólum. Þá voru fleiri jákvæðir gagnvart þeim sem tóku skýrslur í Barnahúsi og fólk var ánægðara með upplýsingar sem það fékk fyrir og eftir skýrslutöku. Þá þótti 60 prósentum ekki eins erfitt að bera vitni og þau héldu í Barnahúsi, en 48 prósent fyrir dómstólum. 40 prósentum leið betur eftir að hafa borið vitni í Barnahúsi á móti 33 prósentum annars staðar. Bragi gagnrýndi á ráðstefnunni þá tilhögun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að nýta ekki Barnahús undir skýrslutökur af börnum. Hann sagði það frávik frá grundvallaratriðum sem er að finna í Evrópuráðssamningnum um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun barna. Dómstjóri í héraðsdómi svaraði honum og sagði að hvert tilvik væri metið sérstaklega og þjónusta Barnahúss hefði verið notuð. Í dómhúsinu sé þó sérstök aðstaða fyrir skýrslutökur af börnum. Bragi sagði að rannsóknin sýndi að umhverfið í Barnahúsi mælist betur fyrir hjá bæði foreldrum og börnum. 86 prósentum þótti staðsetning þess góð, 69 prósentum þótti aðstaðan aðlaðandi og 75 prósent voru ánægð með biðstofuna. „Það er í rauninni skylda okkar að taka skýrslur af börnum við bestu hugsanlegu aðstæður. Það skiptir máli, ekki síst fyrir rannsókn málsins, því þeim mun betur sem barninu líður við skýrslutökuna þeim mun meiri líkur eru á því að við fáum fulla og ítarlega tjáningu." thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Fleiri fréttir Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Sjá meira
Bæði börn og foreldrar eru ánægðari með skýrslutökur sem fara fram í Barnahúsi en í húsnæði dómstóla. Barnahús mæltist betur fyrir í öllum flokkum sem spurt var um í rannsókn Barnaverndarstofu, sem Bragi Guðbrandsson, forstjóri hennar, kynnti á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota fyrir helgi. Bæði börn og foreldrar þeirra voru spurð, en úrtakið var 225 manns á þriggja ára tímabili. Almennt voru 83 prósent aðspurðra ánægð með skýrslutöku í Barnahúsi, en 70 prósent fyrir dómstólum. Þá voru fleiri jákvæðir gagnvart þeim sem tóku skýrslur í Barnahúsi og fólk var ánægðara með upplýsingar sem það fékk fyrir og eftir skýrslutöku. Þá þótti 60 prósentum ekki eins erfitt að bera vitni og þau héldu í Barnahúsi, en 48 prósent fyrir dómstólum. 40 prósentum leið betur eftir að hafa borið vitni í Barnahúsi á móti 33 prósentum annars staðar. Bragi gagnrýndi á ráðstefnunni þá tilhögun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur að nýta ekki Barnahús undir skýrslutökur af börnum. Hann sagði það frávik frá grundvallaratriðum sem er að finna í Evrópuráðssamningnum um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun barna. Dómstjóri í héraðsdómi svaraði honum og sagði að hvert tilvik væri metið sérstaklega og þjónusta Barnahúss hefði verið notuð. Í dómhúsinu sé þó sérstök aðstaða fyrir skýrslutökur af börnum. Bragi sagði að rannsóknin sýndi að umhverfið í Barnahúsi mælist betur fyrir hjá bæði foreldrum og börnum. 86 prósentum þótti staðsetning þess góð, 69 prósentum þótti aðstaðan aðlaðandi og 75 prósent voru ánægð með biðstofuna. „Það er í rauninni skylda okkar að taka skýrslur af börnum við bestu hugsanlegu aðstæður. Það skiptir máli, ekki síst fyrir rannsókn málsins, því þeim mun betur sem barninu líður við skýrslutökuna þeim mun meiri líkur eru á því að við fáum fulla og ítarlega tjáningu." thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Fleiri fréttir Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Sjá meira